Bloggfærslur mánaðarins, maí 2012

Skráning hafin í Suðurnesjarallið

152Önnur umferð Íslandsmótsins í rallakstri fer fram 8. og 9. júní næstkomandi. Það er Akstursíþróttafélag Suðurnesja sem heldur þessa keppni, heimasíða þeirra www.aifs.is .

Skráning er hafin og henni líkur 4. júní. Keppnisgjald er kr. 28.000 og fer Skráning fram rafrænt. Keppendum er bent á slóðina www.aifs.is/rally2012 en þar er að finna allar upplýsingar um keppnina ásamt skráningarformi.

Fyrir þá sem áhuga hafa að starfa við keppnina er bent á að hafa samband við starfsmannastjóra keppninnar a netfangið storn@aifs.is .

Mynd: Guðmundur og Ólafur Þór í vatninu í fyrsta rallinu.


Staðan á Íslandsmótinu

djúpavatn5Staðan á Íslandsmótinu í rallakstri eftir eina keppni. Fimm keppnir eru á Íslandsmótinu í ár og er það einni færra en undanfarin tímabil.

Stigagjöfin í rallinu er 10 stig fyrir 1. sæti, 8 fyrir 2. sæti, 6 fyrir 3. sæti, 5 fyrir 4. sæti svo koll af kolli 4,3,2,1.

Staðan hjá aðstoðarökumönnum (heildin)

1. Dagbjört Rún Guðmundsdóttir - MMC Lancer 10 stig

2. Ólafur Þór Ólafsson - Subaru Impreza 8 stig

3. Lejon Þór Patterson - Subaru Impreza 6 stig

4. Elsa Kristín Sigurðardóttir - Toyota Celica 5 stig

5. Árni Gunnlaugsson - Peugeot 306 4 stig

6. Hjalti Snær Kristjánsson - Subaru Impreza 3 stig

7. Aðalsteinn Símonarson Subaru Impreza 2 stig

8. Björn Ingi Björnsson Subaru Impreza 1 stig .

 

Ökumenn (heildin)

1. Hilmar Bragi Þráinsson  MMC Lancer 10 stig

2. Guðmundur Höskuldsson Subaru Impreza 8 stig

3. Bragi Þórðarson Subaru Impreza 6 stig

4. Sigurður Óli Gunnarsson Toyota Celica 5 stig

5. Henning Ólafsson Peugeot 306 4 stig

6. Baldur Arnar Hlöðversson Subaru Impreza 3 stig

7. Baldur Haraldsson Subaru Impreza 2 stig

8. Þórður Ingvason Subaru Impreza 1 stig

 

Non turbo flokkur - aðstoðarökumennn

1. Ólafur Þór Ólafsson 10 stig

2. Lejon Þór Pattison 8 stig

3. Hjalti Snær Kristjánsson 6 stig

4. Aðalsteinn Símonarson 5 stig

5. Björn Ingi Björnsson 4 stig

6. Brynjar Ögmundsson 3 stig

 

Non turbo flokkur ökumenn

1. Guðmundur Höskuldsson 10 stig

2. Bragi Þórðarson 8 stig

3. Baldur Arnar Hlöðversson 6 stig

4. Baldur Haraldsson 5 stig

5. Þórður Ingvason 4 stig

6. Jóakim Páll Pálsson 3 stig

 

Eindrif aðstoðarökumenn

1. Árni Gunnlaugsson 10 stig

2. Guðmundur Páll 8 stig

 

Eindrif ökumenn

1. Henning Ólafsson 10 stig

2. Pálmi Sævarsson 8 stig .

Mynd: Bragi og Lejon eru í 3. sæti yfir heildina eftir eina keppni. Gaman verður að sjá hvað þeir gera í Suðurnesjarrallinu.

Þetta er óstaðfest stigatafla . 


Myndir frá rallinu síðastliðina helgi

345Eins og eflaust hefur ekki farið framhjá neinum sem hafa heimsótt síðuna síðustu daga lauk fyrsta ralli sumarsins síðastliðin laugardag.

Núna eru komnar fullt af myndum af keppninni á netið og margar hverjar glæsilegar!

Ehrally tók slatta af myndum og er hægt að sjá þær hér http://ehrally.blog.is/album/vorrally_2012/  . Einnig tók Sæmi margar flottar myndir og eru þær hér http://album.123.is/?aid=227884 .

Næsta keppni fer fram 8 og 9 júni á Suðurnesjum.

Mynd: Jóhannes og Björgvin á ferð um Hítardal ferð 2, þar sem þeir tóku besta tímann. Þeir féllu því miður úr leik með brotinn dempara og voru þá i 2. sæti.


Yfirlýsing frá pislahöfundi

Töluverð umfjöllun hefur átt sér stað frá því að fyrsta ralli sumarsins lauk á laugardaginn var og þá sérstaklega um niðurstöðu dómnefndar um að ekki þætti tilefni til þess að veita refsingu fyrir meint brot þeirra félaga Guðmundar Höskuldssonar og Ólafs Ólafssonar. Undirritaður fjallaði um framangreint í samantekt frá keppninni í pistli sem birtist hér á síðunni á laugardaginn enda markmiðið með síðunni að koma fram með hlutlausa og skemmtilega umfjöllun um rallíþróttina á Íslandi.

Í morgun barst undirrituðum tölvupóstur frá manni sem þekktur er meðal akstursíþróttamanna á Íslandi fyrir störf hans í þágu íþróttarinnar og jafnframt sem gamals keppanda. Undirritaður hefur tekið þá ákvöðun að birta ekki nafn hans né tölvupóstinn í heild sinni heldur einungis að varpa skýrari ljósi á hvað kom fram í honum. 

Í þessum umrædda tölvupósti lýsti þessi tiltekni maður skoðunum sínum á skrifum undirritaðs á síðunni hvað varðar hið meinta brot Guðmundar og Ólafs. Maðurinn lýsti þeirri skoðunn sinni að Guðmundur hefði ekki gert neitt sem hefði átt að refsa honum fyrir enda hefðu þessi mál verið skilgreind af LÍA fyrir nokkrum árum. Þá var hann með ásakanir gagnvart undirrituðum um það að pirringur og óhlutleysi hefði áhrif á umfjöllun undirritaðs um þetta meinta brot og þeir sem fjalli um mótorsport yrðu að kynna sér þær reglur sem giltu þegar þeir nafngreindu keppendur í umfjöllunum sínum.

Í ljósi stöðu mannsins innan akstursíþróttarinnar og tengsla hans innan hennar dró undirritaður þá ályktun í morgun að pósturinn hefði ef til vill verið sendur fyrir tilstuðlan eins keppandans. Það hefur nú verið staðfest að svo er ekki!

Á Íslandi  ríkir tjáningarfrelsi, sem betur fer, og hafa allir rétt á að lýsa skoðun sinni þar á meðal undirritaður sem og þessi maður. Það skal tekið skýrt fram, hafi það ekki verið ljóst áður, að umfjöllun undirritaðs á síðunni hefur verið eins hlutlaus og vönduð og kostur er á, enda hefur undirritaður engra hagsmuna að gæta í tengslum við þetta tiltekna atvik.

Vissulega má gagnrýna marga hluti og er undirritaður ekki hafinn yfir gangrýni en telur þó að sér vegið þegar bornar eru upp á hann ásakanir eins og þær sem framan greinir. Í umfjöllun á síðunni um rallið á laugardaginn kom fram sú skoðun undirritaðs að dómnefndin hafi ekki tekið á málinu. Það er ekki rétt og ekki var rétt að alhæfa slíkt í umfjölluninni því vissulega var farið yfir málið, en ekki talin ástæða til þess að beita refsingum. Það er skoðun undirritaðs að sú ákvörðun hafi verið kolröng. 

Það er alltaf gott að menn geti deilt skoðunum sínum og rætt um einstaka atvik eins og það sem hér um ræðir en til þess að koma í veg fyrir skítkast og leiðindi í kjölfar þeirra væri rétt að dómnefndir sem færu yfir einstaka mál sem varðar hverja keppni birti opinberlega umfjöllun um hvert einstaka atvik sem dómnefndin hefur séð ástæðu til þess að fjalla um eða verið kært til hennar. Væri það gert lægju rök dómnefndar fyrir og hver og einn gæti síðan dæmt út frá þeim og öðrum staðreyndum sem þar kæmu fram. Með þessu má koma í veg fyrir ýmis leiðindi. Skorar undirritaður á dómnefndina í þessu tiltekna máli, sem og öðrum sem munu koma upp í framtíðinni, að birta ákvarðanir sínar og rökstuðning fyrir þeim opinberlega!

Undirritaður hefur tekið þá ákvörðun að halda áfram að skrifa um rall á Íslandi hér á síðunni þrátt fyrir efasemdir um tilgang þess í morgun, enda síðan gríðalega vel sótt síðustu vikur. Sú ákvörðun á ekki sýst að þakka þeim mikla stuðningi og áskorunum um áframhaldandi skrif sem undirrituðum hefur borist í dag.

Áfram íslenskt rall!

Halldór Gunnar Jónsson


Hilmar byrjar titilvörnina á öruggum sigri

336Fyrsta rallkeppni sumarsins lauk í dag í Borgarnesi í blíðskaparveðri. 18 áhafnir mættu til leiks að þessu sinni og luku 12 þeirra keppni. Margt gladdi augað í þessari keppni og þá helst fjölgun nýliða sem er auðvita frábært mál.

En þá að keppninni sjálfri! Hilmar B Þráinsson Íslandsmeistari frá því í fyrra mætti til leiks með konu sinni Dagbjörtu Rún Guðmundsdóttur. Skemmst er frá því að segja að þau leiddu keppnina frá uppi og þurftu ekki að hafa mikið fyrir þessum sigri og byrjar því Hilmar titilvörnina á sigri.

Í 2. sæti voru Guðmundur Höskuldsson og Ólafur Ólafssson. Þeir aka í non turbo flokki og sigruðu flokkinn nokkuð örugglega með góðum akstri. Þeir verða að teljast stálheppnir að lenda svona ofarlega og sigra flokkinn þar sem þeir gerðu við bílinn sinn þar sem þjónustubann var og með réttu hefðu þeir átt að fá refsingu eða vera dæmdir úr leik fyrir það. Dómnefnd tók því miður ekki á þessu máli!.

Paul Williamson og Michael Troup frá Bretlandi óku vel og lentu í 3. sæti. Þeir óku rauða Tomcat jeppanum sem er í eigu McKinstry fjölskyldunnar.

561Félagarnir Bragi Þórðarson og Lejon Þór óku af mikilli snilld og uppskáru eftir því. Þeir lentu í 4. sæti í keppninni og í því 2. sæti non tubro flokki. Bragi er aðeins á 18 aldursári og er mjög efnilegur ökumaður og verður gaman að fylgjast með honum og Lejon í sumar.

Feðginin Sigurður Óli og Elsa Kristín lentu í 5. sæti. Ef minnið er ekki að fara með undirritaðan eru þau að hefja sitt sextánda tímabil saman. Það verður að teljast eftirtektavert!

Suðurnesjaraparið Henning Ólafsson og Árni Gunnlaugsson sigruðu eindrifsflokkinn með þónokkrum yfirburðum og lentu í 6. sæti í heildarkeppninni.  Í 7. sæti komu hinir Bretarnir í keppninni þeir Andrew Graham og Gavin Neate sem óku blá Tomcatinum.

Baldur Hlöðversson og Hjalti Kristjánsson sem aka í non turbo lentu í 3. sæti í sínum flokki og í því 8. yfir heildina. Baldur er einn af þessum efnilegu ökumönnum sem við eigum og verður betri með hverju rallinu. Sannarlega menn framtíðinnar þessir drengir.

9. sætið féll í skaut þeirra Baldurs Haraldssonar og Aðalsteins Símonarsonar. Þeir félagar lentu í 4. sæti í non turbo flokknum. Þeir töpuðum miklum tíma á fyrstu ferð um Hítardal þar sem þeir festu bíl sinn eftir að hafa lent utanvegar. Þeir vildu meina að leiðinni hafi verið breytt frá því við leiðarskoðun, en á þessum stað greindist vegurinn í tvennt. Mjög líklega hafa þeir nokkuð til síns máls EN aftur telur dómnefnd ekki ástæðu til að afskipta af þessu atviki.

Þórður Ingvarsson og Björn Ingi Björnsson lentu í 10. sæti og því 5. í non turbo. Í 11. sæti komu enn eitt nýliðaparið Smile  þeir Jóakim Páll Pálsson og Brynjar Ögmundsson og lentu þeir í 6. sæti í non turbo.

529.jpgPálmi Sævarsson og Guðmundur Páll lentu í síðasta sæti keppninnar eða í því 12. og í 2. sæti í eindrifsflokki. Þeir voru mjög grimmir og sýndu oft á tíðum fínan akstur. Helsta tímatap þeirra var á fyrstu ferð um Hítardal og á síðustu leið rallsins en þar töpuðum þeir miklum tíma vegna bilunar.

6 áhafnir féllu úr leik að þessu sinni sem verður teljast í meira lagi í 100 km ralli á sérleiðum.

Ehrally tók yfir 600 myndir í rallinu og verða flottustu myndirnar valdar og settar á síðuna á morgun eða mánudag.

Myndir: Efsta af sigurvegurunum - miðju mynd af Braga og Lejon -  neðsta mynd Pálmi og Guðmundur Páll.

Ehrally.blog.is þakkar keppendum og starfsfólki fyrir mjög skemmtilegt rall þar sem oft á tíðum sáust flott tilþrif.  Næsta keppni fer fram eftir þrjár vikur og verður haldin á suðurnesjum, en www.aifs.is heldur þá keppni.


Hilmar og Dagbjört leiða hópinn

IMG_0169Fyrsta umferðin á Íslandsmótinu í rallakstri hófst í kvöld. Ein sérleið var ekin um hina margkunnugu leið um Djúpavatn.

Strax urðu töluverð tíðindi þar sem annars vegar Valdimar og Sigurjón og hins vegar Guðmundur Snorri og Guðni urðu því miður frá að hverfa.  Valdimar og Sigurjóns með bilaðan skiptigaffal og Guðmundur og Guðni með bilun í mótor.

Besta tímann um Djúpavatn tóku Hilmar og Dagbjört og hafa þau 49 sekúndur í forskot á þá Jóhannes og Björgvin sem koma í 2. sæti.

Katarínus og Ívar Örn tóku 3. besta tíman ásamt þeim félögum Guðmundi og Ólafi Þór. Báðar þessa áhafnir aka í non turbo flokki og sýndu þær báðar mjög flottann akstur í kvöld. Gaman verður að fylgjast með þeirra baráttu á morgun.

Í 5. sæti koma feðginin Sigurður Óli og Elsa Kristín og eru þau 33 sekúndum á eftir 3. og 4. sæti.

Baldur Haralds og Aðalsteinn sem aka í non turbo flokki eins og svo margir og eru í 6. sæti og í því 3 í sínum flokki.  Bragi og Lejon Þór eru í 7. sæti og 4. í non turbo. Baldur Hlöðvers og Hjalti Snær koma í 8. sæti og í 5. sæti í non turbo og eru þeir ekki nema 8 sekúndum á eftir þeim Braga og Lejon.

Eindrifsflokkurinn hafði frekar hægt um í kvöld og hafa þeir Henning og Árni forustu þar, með 23 sekúndur í forskot á þá Gunnar og Jóhann. Nýliðarnir í flokknum þeir Pálmi og Guðmundur eru 13 sekúndum á eftir 2. sætinu í flokknum.

Nárnari úrslit hér http://tryggvi.org/rallytimes/?RRComp=25&RRAction=4 .

Mynd: Katarínus og Ívar á leið um Djúpavatn í kvöld en þeir félgar sýntu flottan og grimman akstur.


Fyrsta rall sumarsins byrjar á morgun - Hvernig mun rallið þróast ?

252097_10150281603223901_642228900_7629365_4928725_n.jpgFyrsta keppni sumarsins á Íslandsmótinu í rallakstri fer fram á morgun föstudag og heldur áfram á laugardag. 18 áhafnir eru skráðar til leiks þar af 8 í non turbo flokki.

Fyrsta sérleiðin verður hin geysi skemmtilega leið Djúpavatn og verður hún ekin á morgun (föstudag). Eftir Djúpavatnið fara bílarnir uppá Shell Vesturlandsveg en þar hefst einnig keppnin.

Þeir sem vilja horfa á bílana inná Djúpavatni er bent á að leiðin lokar fyrir allri umferð kl: 19:10. Tímamaster og rásröð keppninnar er inná www.bikr.is

Rallið um helgina verður mjög spennandi og keppt verður í fjórum flokkum en einungis þrír flokkar gilda til Íslandsmeistarar þar sem jeppaflokkur er ekki gildur sökum ónógar þátttöku.

Slagurinn um fyrsta sætið verður annars vegar milli Hilmars B og Dagbjartar og hins vegar Valdimars og Sigurjóns. Hilmar og Dagbjört, sem er spússa Hilmars, mæta til leiks á MMC Lancer Evo 7 sem er sá sami og Hilmar varð Íslandsmeistari á í fyrra. Valdimar og Sigurjón mæta á Subaru Imprezu Sti sem er sami bíll og Valdimar ók í fyrra með góðum árangri og lendi í 4. sæti á Íslandsmótinu.

Stutt á eftir þessum tveim áhöfnum verða tvær til þrjár áhafnir sem eru Jóhannes og Björgvin, Guðmundur Snorri og Guðni og Sigurður Óli og Elsa. Næstu áhafnir þar á eftir verða líklega einhverjir non turbo bílar og má helsta nefna Baldur Haralds og Aðalstein.

Í eindrifsflokknum verða þrjár áhafnir og tvær þeirra mun eflaust berjast um sigur alla keppnina. Þær eru annars vegar Henning og Árni og hins vegar bræðurnir Gunnar og Jóhann. Þriðja áhöfnin í þessum flokk eru Pálmi og Guðmundur Páll sem eru óreyndir og hafa allt að vinna og engu að tapa.

Jeppaflokkurinn er því miður ekki gildur í þessu ralli eins og áður sagði þar sem aðeins tveir bílar mæta til leiks og eru erlendar áhafnar á þeim báðum. Erlendir ökumenn telja hvort sem er ekki stig til Íslandsmeistara.

Mynd: Gerða - Valdimar og Heimir Snær á ferð í Rally Reykjavík í fyrra. Heimir hefur áhveðið að taka sér pásu frá hægra sætinu í sumar en hann hefur verðið í fremstu röð aðstoðarökumanna undanfarin ár.


Keppnisskoðun á morgun kl: 17:30

291833_2464768186859_1481901102_32769702_1165801939_n.jpgÁ morgun þriðjudag fer fram keppnisskoðun fyrir fyrsta rallið sem hefst næstkomandi föstudag. keppniskoðunin á morgun er við Tékkland í Borgartúni og byrjar kl: 17:30.

Mikið af nýjum eða ný sprautuðum bílum eru í rallinu í sumar og því um að gera fyrir áhugasama að gera sér ferð niðrí Tékkland á morgun.

18 áhafnir eru skráðar til leiks í þessu fyrstu keppni og það er bara hin fínasta þáttaka.

Mynd: Hilmar B Þráinsson Íslandsmeistari frá því í fyrra mætir með spússu sína í þessa fyrstu keppni.


5 dagar í fyrstu keppni - Fréttir af Tomcat

elvaro 8905Áfram höldum við að telja niður og koma með fréttir af keppendum og liðum sem taka þátt í Íslandsmótinu í sumar.

Samkvæmt Þorsteini McKinstry mun Tomcat liðið vera með tvo jeppa í vorralli BÍKR en það verða erlendar áhafnir á þeim báðum. Fyrst er að nefna Íslandsvininn og samstarfsfélaga þeirra Paul Williamson frá Tomcat Motorsports UK sem keppir með Michael Troup. Báðir eru þeir sjóaðir og marg verðlaunaðir keppendur úr ýmsum jeppagreinum og ralli í sínu heimalandi. Munu þeir aka rauða Tomcat jeppanum sem er sá sami og hefur tvisvar landað Íslandsmeistaratitli fyrir Tomcat liðið. Einhverjir muna e.t.v. eftir Paul en hann keppti hér í ralli árið 2005 og kom einnig með John Lewis í Rally Reykjavík sama ár.

Perthshire HR wheel (1)Á bláa Tomcatinum (jeppinn sem Hvati og Andrés óku 2005 og Einnig Aðalsteinn og Heimir Snær í ICCRC fjallarallinu 2009) verða þeir Andrew Graham og Gavin Neate. Andrew er Íslendingum líkt og öllum mótorsportsheiminum fyrst og fremst kunnur vegna framleiðslu sinnar á millikælum og öðrum álíhlutum fyrir keppnisbíla. Hann er eigandi Allysport. Það vita líklegast færri að hann stundar akstursíþróttir af kappi sjálfur og hefur gert í mörg ár. Hann hefur meðal annars keppt á Peugeot 205, Metro 6R4 og mörgum Tomcat jeppum auk þess sem hann hefur smíðað ófáa slíka þ.m.t. Tomcat jeppann sem vann Outback Challenge í Morocco. Þá er hann með einn dísel knúinn Tomcat í smíðum sem hann vonast til að koma með til Íslands bráðlega. Aðstoðarökumaður hans Gavin keppir einnig sjálfur á Peugeot 106 Sprint bíl. Þegar Gavin er ekki í rallgallanum sínum starfar hann sem framleiðslustjóri hjá JCB landbúnaðartækjadeild.

Helstu styrktaraðilar Tomcat liðsins þetta keppnistímabilið eru: CRI Carbon Recycling International, Bílaglerið, BSA varahlutaverslun, Cargo sendibílaleiga, Húsasmiðjan, Securitas, Stálnaust, VDO, Vélaverkstæði Kistufell,  Motul, Quick Fist og NecksGen.


Þetta fer að bresta á!

550180_286146651477141_109076425850832_602690_2044234119_n.jpgJæja þetta fer að bresta á og ekki nema tæp vika í ræsingu í fyrstu umferðina af fimm á Íslandsmótinu í rallakstri. Það er BÍKR (www.bikr.is ) sem hefur veg og vanda að þessari keppni.

17 áhafnir eru skráðar til leiks þar af 8 non turbo bílar og verður gríðarlega gaman að fylgjast með þeirri baráttu í sumar.

Samt sem áður sakna maður bílanna í stóra flokknum, grubbu N, en það lítur út fyrir að einungis verði fimm áhafnir í sumar. Skora hér með á þá menn sem eiga nánast tilbúna bíla að skella sér í slaginn!

Um helgina fara áhafnirnar að skoða sérleiðarnar og búa til leiðarlýsingu sem ökmennirnar aka svo eftir. Flestar sérleiðarnar í rallinu verða í kringum Borgarfjörð. Nánari leiðarlýsing kemur í næstu viku.

Mynd: Bíll þeirra Guðmundar og Guðna sem lítur vægast sagt mjög vel út og hrós til þeirra fyrir fallegan bíl. Þeir félagar verða í toppbaráttunni í sumar. Guðmundur hefur töluverða reynslu sem ökumaður en Guðni sem er aðstoðarökumaður hans er nýr í þessu sporti.

Taka svo þátt í könnunni hér til vinstri á síðunni.


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband