Bloggfærslur mánaðarins, október 2007

Eyjólfur í hvaða heimi ertu

Þessi úrslit í kvöld eru lélegustu úrslit Íslands í MÖRG ár.Ég veit ekki í hvaða heimi Eyjólfur er,hann segist ekki vera kominn í þrot með liðið ég held að hann sé ekki alveg með,fá á sig 7.mörk í tveimur leikjum á móti þjóðum sem Ísland á að vinna nokkuð auðveldlega,þetta er algjör skandall.

Mér fannst spurningar hjá Gumma Ben á sýn eftir leik mjög góðar,en svörin sem komu frá landsliðsþjálfaranum og fyrirliðanum voru hreint út sagt grín,engin almennileg svör komu frá þeim töluðu bara í hringi.Lið sem mætir vel undirbúið eins og Eyjólfur sagði að Ísland hafi gert,tapar ekki 3-0 fyrir LiechtensteinAngry.Ég persónulega held að sé komið að því að ráða erlendan þjálfara fyrir þetta lið,það sakar ekki að reyna.Ísland fer ekki mikið neðar en þetta,11 leikir í riðlinum 2 unnir,2 jafntefli og 7 töp,markatalan 10-24,ég er svo pirraður að ég nenni ekki að skrifa meira.Áfram Ísland.


mbl.is Eyjólfur: Ég er ekki kominn í þrot með þetta lið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óðinn Ásgeirsson bestur í 1.umferð

GenerateImageWatermark[8]Óðinn Ásgeirsson úr Þór Akureyri var með hæsta framlag í fyrstu umferð Iceland Express deildar karla í körfubolta.

Framlagsjafnan er svona.Stig+Fráköst+Stoðsendingar+Stolnir +Varin) -((Skot reynd-Skotum hitt) + (Víti reynd - Vítum hitt)+ Tapaðir boltar)).Þetta er sama reikniformúla og er notuð í NBA og WNBA.Það er alltaf gaman að skoða þessa tölfræði í körfunni.Hér er hægt að skoða betur www.kki.is/greinar.asp?adgerd=ein&id=368 þá/þær sem stóðu sig best í fyrstu umferð Iceland Express deildar karla og kvenna.

Mynd www.123.is/logan .Óðinn að taka vítaskot í leik Þórs og ÍR sem Þór vann 87-85.


FSU vann Ármann/Þrótt

kkilogo[1]Einn leikur fór fram í 1.deild karla í körfubolta í kvöld.FSU tók á móti Ármann/Þrótti á Selfossi lokatölur 95-68 fyrir FSU,þeir hafa þar með unnið fyrstu tvo leiki sína og virðast í góðum gír.Lið Ármanns/Þróttar er með marga reynda leikmenn sem hafa spilað í úrvalsdeild en þeir þurftu að þola tap í sínum fyrsta deildarleik á þessu tímabili.Næstu leikir í 1.deildinni fara fram á föstudag.

Einn leikur fór fram í Iceland Express deild kvenna í kvöld.Keflavík vann Val örugglega í Vodafonehöllinni 101-62,stigahæst hjá Keflavík var Bryndís með 27.stig en hjá Val var Stella Rún stigahæst með 16.stig.Einn leikur er á dagskrá í Iceland Express deild kvenna á morgun en þá taka Hamars stelpur á móti Íslandsmeisturum Hauka kl.19:15.


Þriðji sigurinn í röð á heimavelli

loebleg1-637[1]Frakkinn Sébastien Loeb vann Frakklandsrallið sem fór fram um helgina.Þetta er 3.sigur hans í röð á heimavelli en hann vann 2005,2006 og nú 2007.

Loeb var ekki nema 23,7 sekúndum á undan Finnanum Marcus Grönholm en þeir berjast hart um heimsmeistaratitilinn,Grönholm er með 104 stig en Loeb 100,það eru þrjár keppnir eftir og næsta mót fer fram í Japan.

Minn maður Petter Solberg endaði í 5.sæti en varð að láta í minnipokana eftir mikin slag við Jari-Matti Latvala sem var fjórði.Solberg er í 5.sæti í heildarkeppninni.Keppnin í Japan fer fram eftir tvær vikur.


mbl.is Loeb vann rallið á Korsíku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Akstursíþróttamaður ársins 2007?

img_2633_large_copy[1]img_2611_large_copy[1]

 

 

 

 

 

Ég spyr hver á að vera akstursíþróttamaður ársins úr röðum rallökumanna.Ég er búin að búa til skoðanakönnun hérna til hægri á forsíðunni.Í mínum huga koma tveir menn sterklega til greina,Pétur bakari Pétursson og Daníel Sigurðsson,endilega takið þátt í þessari könnun.


Vörnin var hörmuleg

Þetta var hrikalega lélegur leikur hjá Íslenska liðinu,það var alveg greinilegt að það vantaði Hemma Hreiðars í vörnina því hún var ömurleg í leiknum,Lettar höfðu alveg getað skorað 6 til 7 mörk í þessum leik,miðjan var ekki góð í leiknum,svo átti Árni Gautur að verja mark númer 2 hjá Lettum góðir markmenn verja svona bolta,áfram Ísland.
mbl.is Eyjólfur: „Erum komnir aftur á byrjunarreit“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sigur í fyrsta leik

Mínir menn í körfuboltanum Breiðablik heimsóttu Reyni frá Sandgerði í gær,þetta var nokkuð auðveldur 113-87 sigur hjá mínum mönnum.Blikum er spáð fyrsta sæti í 1.deildinni í vetur,kannski ekki skrítið liðið er með mjög sterkan hóp og einn besta þjálfara landsins.Umfjöllun um leikin í gær má finna inná www.breidablik.is/karfa .Næsti leikur er á föstudag í Smáranum við Hauka.

Í dag hefst Iceland Express deild kvenna með þremur leikjum.Íslandsmeistarar Hauka spila við KR og hefst leikurinn klukkan kl.17:00.Keflavík fær nýliða Fjölnis í heimsókn og sá leikur hefst kl.16:00.Í Grindavík spila heimakonur við Hamar frá Hveragerði og hefst leikur kl.16:00.


Frábær byrjun á mótinu

ICEX-deildin-bordi-sm[1]Iceland Express deild karla í körfubolta hófst í kvöld með fjórum leikjum,en þrír þeirra unnust á heimavelli.

Tindastóll vann Hamar nokkuð óvænt í Hveragerði 81-76.Ég horfði á leik KR og Fjölnis á KR TV frábært framtak hjá Inga og félögum,mér fannst þessi leikur svona þokkalega leikinn en dómarar leiksins lifðu leiknum alls ekki að fljóta nóg og voru að dæma alltof margar óþarfa villur,en góður sigur hjá KR-ingum sem virðast gríðarlega sterkir.

Það var mjög vel mætt á leikina í kvöld,það voru nálægt 400 manns í Ljónagryfjunni og eitthvað svipað í vesturbænum,veit ekki með hina tvo leikina,svo líkur fyrstu umferð á morgun með tveimur leikjum,Stjarnan fær Skallagrími í heimsókn og Grindavík heimsækir Keflavík,áfram körfubolti.


mbl.is Meistararnir góðir - Njarðvík rúllaði yfir Snæfell
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Íslandsmótið í körfubolta hefst á morgun

Nú fer veislan að byrja fjórir leikir verða á dagskrá í Iceland Express deild karla á morgun,svo verða tveir leikir á föstudag og þá líkur fyrstu umferð,einnig byrjar keppni í 1.deild karla á föstudag.Íslandsmótið hjá konunum byrjar svo á laugardag.Drengirnir hjá www.karfan.is hafa verið spá hvernig mótið fer,endilega að kíkja á þeirra frábæru síðu.

Ég spái því að baráttan verði mikil í Iceland Express deild karla og mörg lið koma til með slást um fyrstu sætin ég held þó að KR-ingar verði sterkastir,allir leikirnir á morgun hefjast kl.19:15,ég hvet fólk til að fjölmenna og styðja sín lið,mín spá um fyrstu umferð hjá körlunum kemur hér að neðan.

Fim. 11.okt.KR-Fjölnir.91-77 
Fim. 11.okt.Njarðvík-Snæfell.82-89 
Fim. 11.okt.Hamar-Tindastóll.84-75
Fim. 11.okt.Þór ak-ÍR.87-83

Fös. 12.okt.kl.19:15.Keflavík-Grindavík.91-95
Fös. 12.okt.kl.19:15.Stjarnan-Skallagrímur.80-89.

Keflavík verður ofar

ICEX-deildin-bordi-sm[1]Á fimmtudag byrjar keppni í Iceland Express deild karla og verða fjórir leikir á dagsrá.Kynningarfundur var í dag fyrir Iceland Express deildir karla og kvenna,á fundinum var kynt spá formanna,þjálfara og fyrirliða liðanna.Samkvæmt spánni verða það KR og Keflavík sem sigra Iceland Express deildirnar í vetur.Keflavík er spáð 5.sæti í karla ég held að þeir verði nú ofar en það,mín spá kemur hér að neðan.

1.KR
2.Keflavík
3.Grindavík
4.Snæfell
5.Njarðvík
6.ÍR
7.Skallagrímur
8.Þór ak
9.Fjölnir
10.Hamar
11.Tindastóll
12.Stjarnan.

Einnig var kynt spá fyrir Iceland Express deild kvenna,og fyrstu deild karla og má sjá þessar spár inná www.kki.is .


mbl.is KR og Keflavík spáð Íslandsmeistaratitlinum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband