Gleðileg jól!

Christmas CandlePacta RALLYTEAM sendir styrktaraðilum sínum sem og landsmönnum öllum óskir um gleðileg jól og farsældar á nýju ári!

Vonum að allir hafi það sem allra best um hátíðirnar og njóti samveru með sínum nánustu.

GLEÐILEG JÓL!

 


Myndir frá Rally Reykjavík

Komnar myndir í albúmið okkar frá Rally Reykjavík sem var í ágúst síðastliðnum. Hægt að finna þær hér til hægri á síðunni.

Mynd: Gerða - af okkur bræðrum á síðustu leið um Djúpavatn.


Finnið okkur á Facebook

Finnið okkur einnig á Facebook, þeir sem eru með svoleiðis.

https://www.facebook.com/Ehrallyblogis?ref=hl

 


Keppnistímabilið í rallakstri að fara af stað

c_documents_and_settings_kolla_my_documents_my_pictures_bikr-logo_1_1086397.jpgÞann 27. apríl verður haldið sprettall. Keppnin fer fram á Glaðheimaleiðinni sem keyrð var í Rally Rvk 2012.

Áætlað er að keppnin standi frá 13:00 til 15:00. Stefnt er að því að keyra að minnsta kosti þrjár umferðir. Allar upplýsingar um keppnina er að finna inná  www.bikr.is

Fyrsta keppnin á Íslandsmótinu fer svo fram dagana 24. og 25. maí.


Áramótakveðja

elvaro_4803_copyVið bræður óskum lesendum okkar, styrktaraðilum sem og landsmönnum öllum gleðilegs nýs árs og þökkum samfylgdina á árinu sem er að líða!

Vonumst við eftir skemmtilegu, spennandi og umfram allt farsælu keppnistímabili í rallinu sem hefst um miðjan maí.

Áramótakveðja

Heimir og Dóri


Drög að keppnisdagatali 2013

IMG 0670Drög fyrir keppnisdagatalið 2013 er komið út og ráðgert er að fyrsta rallkeppnin fari fram 24. og 25. maí.

Fimm keppnir verða á Íslandsmótinu í rallakstri en síðasta keppnin fer fram 27. og 28. september á Snæfellsnesi. Rally Reykjavík verður haldið síðustu dagana í ágústmánuði.

Við bræður mætum í einhverjar keppnir að sjálfsögðu á okkar Jeep Cherokee.

Drög að dagatalinu hér http://asisport.is/index.php/Dt/Dt .

Mynd: Við bræður í RR í haust.


Þáttur um Rally Reykjavík á morgun laugardag!

Á morgun laugardag mun Rúv sýna frá Rally Reykjavík sem fram fór í byrjun september.

Þátturinn byrjar kl: 16:45.

Kynning á þættinum http://vimeo.com/54576790?action=share 


Video úr Rally Reykjavík

IMG 1055

Smá kafli af Heklu þar sem við féllum úr leik í Rally Reykjavík í september síðastliðnum. Þetta var sú leið sem gekk langbest hjá okkur bræðrum eða þangað til mótorinn gaf sig. Eins og áður hefur komið fram hér á síðunni þá vorum við í 4. sæti þegar þetta gerðist og með gott forskot í jeppaflokknum.


Blautur sprettur í gær!

IMG 0417Bifreiðaíþróttaklúbbur Reykjavíkur hélt sprett rall á Djúpavatni í gær og alls tóku 21 ökumaður þátt. Veðrið var ekki uppá marga fiska! Grenjandi rigning og mikið rok. Djúpavatnið var á floti og lentu margir í því að bleyta bíla sína.

Keyrðar voru fjórar ferðir í hvora átt, hver ferð 5 km. Heimir fór fyrstu tvær ferðirnar með Tinnu og gekk svona þokkalega en bleytti bílinn í báðum ferðum, enda eins og áður sagði var allt á floti þarna. Dóri fór næstu tvær ferðir og var bíllinn bara til vandræða í þeim ferðum. Eftir brotna kveikju, engar rúðuþurrkur, nokkrar blautar loftsíur og að húddið hafði fokið upp ákváðum við að draga okkur í hlé.

Sigurvegarar í þessum spretti voru Þór Líni og Sigurbjörn en þeir eru nýliðar í þessu sporti og eru að gera frábæra hluti. Gaman að verður að fylgjast með þeim félögum á næsta tímabili. Úrslit úr sprettinum https://docs.google.com/spreadsheet/ccc?key=0Amh72-_Sit3pdG5Od0VoSGhxdzl5cDZzWEtRcExvVUE#gid=0 .


Sprettur á laugardaginn

IMG 0807Rallysprettur verður haldinn næstkomandi laugardag á Djúpavatni. BÍKR heldur þennan sprett og verður ekinn 5,5 km kafli á Djúpavatninu. Fyrsti bíll ræsir kl: 11:00 en ræst er sirka 3 km frá þar sem oftast er startað.

Fregnir herma að 21 ökumaður séu skráðir til leiks sem er bara fínasta þátttka. Heimir er auðvita skráður á okkar Cherokee.

Eins og flestir vita fór vélin hjá okkur í Rally Reykjavík og fengum við aðra vél hjá Gumma Snorra til að geta mætt í þennan sprett. Þessi vél er ekki eins öflug og vélin sem var í en sú verður gerð öll upp fyrir næsta sumar.

Líklega fer Tinna eitthvað með Heimi og Dóri ætlar að reyna að ná nokkrum ferðum líka en mikilvægast er að Heimir ná sér í km á sérleiðum fyrir næsta sumar.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband