18 dagar í Rally Reykjavík
19.8.2012 | 20:35
Aðeins eru 18 dagar í að Rally Reykjavík byrji. Rallið er nú haldið í þrítugasta og þriðja sinn og er þessi keppni langstæðsta rallkeppin sem er haldin hér á landi. Allar upplýsingar um keppnina er að finna inná www.rallyreykjavik.net .
Af okkur bræðrum er það að frétta að búið er að prufakeyra bílinn aðeins og kom það mjög vel út. Eyjó fór með okkur og gaf Heimi nokkrar góða punkta sem munu koma sér vel. Einnig leyst Dóra vel á Heimi undir stýri og þetta á bara eftir að verða skemmtilegt hjá okkur. Nú er bíllinn kominn inní skúr aftur og verður tekin í smá yfirhalningu og allt ætti að vera í toppstandi þegar keppnin hefst.
Hér að neðan eru klippur Rally Reykjavík 2010 sem var sýnt á Motors Tv, sem er ein stæðsta Mótorsportstöð í heiminum. Gaman að segja frá því að Elvar Örn Reynisson tók upp þetta myndefni.
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 20:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sigurðarbörn mæta í Rally Reykjavík
9.8.2012 | 22:30
Fullt af slúðri er í gangi þessa dagana um það hverjir ætla að mæta í Rally Reykjavík og það lítur út fyrir mjög góða þátttöku í síðasta og stærsta ralli ársins. Mörg þekkt nöfn rallara sem ekki hafa verið með í sumar hafa meðal annars komið fram í umræðunni.
Þrjú þeirra nafna eru Sigurðarbörnin þau Daníel, Ásta og Marian. Sagan segir að á þeirra vegum muni koma fjórir bílar í rallið. Á þeim verða tvær erlendar og tvær íslenskar áhafnir og líklega verður annar ökmaðurinn af erlendu áhöfnunum enginn annar en Stuart Jones sem sigraði Rally Reykjavík árið 2009.
Það þarf ekki að fara mörgum orðum um hversu mikil gleðitíðindi þetta eru því þessi systkinin hafa verið afar sigursæl hér á landi. Þá hefur Daníel verði okkar fremsti ökumaður um nokkur ára skeið og einnig náð góðum árangir í Bretlandi með systur sinni. Eins og allir vita urðu Daníel og Ásta Íslandsmeistarar árið 2006 og 2007 með miklu yfirburðum.
Fréttir herma að fleiri erlendar áhafnir muni koma fyrir utan þær sem að framan greinir. Þar má fremstan nefna Drew Bowler en hann mun koma til með að keppa í jeppaflokki.
Hér með skora ég á íslenska ökumenn sem eiga rallýbíla heima í skúr að mæta til leiks í Rally Reykjavík. Þessi keppni hefur uppá allt að bjóða og allt stefnir í hörku keppni á virkilega skemmtilegum leiðum. Meðal leiða sem nú verða eknar aftur eftir nokkur ára hlé eru Hekla 32km og Stöng í Þjórsárdal 10km, báðar gríðarlega skemmtilegar leiðar. Upplýsingar um rallið er að finna inná www.rallyreykjavik.net . Minnum á könnun hér til hægri á síðunni.
Mynd: Systkinin Ásta, Danni og Marri með son sinni á góðri stundu - Ljósmyndari Gerða.
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 22:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
HJ Rally Team mætir í Rally Reykjavík
6.8.2012 | 20:00
Við bræður ætlum að mæta í Rally Reykjavík www.rallyreykjavik.net sem hefst eftir 31 dag. Heimir keyrir og Dóri verður aðstoðarökumaður. Liðið okkar heitir að sjálfsögðu HJ Rally Team.
Þetta verður jafnframt okkar heimasíða og hér verðum við með myndir og fréttir af okkur svo vinir, ættingar og aðrir áhugamenn geti fylgst með okkur.
Bíllinn sem við mætum á í RR er Jeep Cherokee, sá sami og Eyjó og Heimir kepptu á í Miðsumars rally Bíkr í sumar. Heimir á þennan bíl ásamt Árna Jónssyni.
Mjög mikil tilhlökkun er í herbúðum okkar bræðra og stefnan er auðvita sett á að vera eins ofarlega og hægt er enda báðir miklir keppnismenn. Við höfum einu sinni ekið samskonar bíl en það var 2009 á Sauðárkróki og lendum þar í 3. sæti í jeppaflokki.
Við bræður höfum mikla reynslu sem keppendur í rallakstri en aðeins farið í sex keppnir saman. Gaman að segja frá því að Dóri er að fara sína 45 rallkeppni á Íslandsmóti og Heimir sína 35 svo það ætti að vera næg reynsla um borð í bílnum .
Fleiri fréttir af okkur koma inná síðuna þegar nær dregur stærsta ralli ársins.
Video http://vimeo.com/37892918 þetta video er heimildamynd eftir Stefán Örn en það var eitt af lokaverkefnum hans í kvikmyndaskólanum í vor. Bíll Íslansdmeistarans Hilmars B kemur nokkrum sinnum fyrir sjónir ásamt bíl okkar bræðra.
Mynd: Heimir og Dóri í Skagafirði 2009 - Ljósmyndari Elvar Örn.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Dramatíkskur sigur Guðmundar og Ólafs í Skagafirði
28.7.2012 | 23:15
Fjórða umferð Íslandsmótsins í rallakstri lauk í Skagafirði í dag. 17 áhafnir hófu leik en aðeins 10 komust í endamark. Íslandsmótið opnaðist heldur betur uppá gátt eftir þessa keppni og ekki í fyrsta sinn sem það gerist í Skagafirði.
Guðmundur Höskuldsson og Ólafur Þór gerðu sér lítið fyrir og sigruðu rallið en kannski má segja að þeir hafi stolið sigrinum því þeir skutust uppí 1. sæti á næstsíðustu leið. Sigurður Bragi og Ísak voru í forustu allt rallið en á næstsíðustu leið féllu þeir úr keppni eftir að fimm felguboltar brotnuðu og dekkið undan og þeirra þátttöku lauk á leiðlegan hátt. Verulega svekkjandi fyrir þá félaga.
Eins og áður sagði voru það Guðmudur og Ólafur sem sigruðu og óskar Ehrally.blog.is þeim til hamingju með þeirra fyrsta sigur í heildakeppni í rallakstri. Þeir félagar óku mjög vel alla keppnina og tóku til að mynda frábæran tíma á Mælifellsdal niðureftir sem er 25 km leið. Þeir sigruðu líka non turbo flokkinn og leiða Íslandsmótið þar. Með sigrinum er Guðmundur komin í forustu í heildarkeppninni hjá ökumönnum en Ólafur er í 2. sæti þar en hann fór ekki með Guðmundi í þriðja rall sumarsins.
Baldur Haraldsson og Aðalsteinn Símonarson lentu í 2. sæti í heildarkeppninni og í non turbo. Baldur sem var á heimavelli í þessari keppni sýndi flottan akstur og eiga þeir félagar fína möguleika á að verða Íslandsmeistarar í sínum flokki. Ein keppni er eftir og gefur hún tvöfald vægi. Síðasta rallið er í september sem er Rally Reykjavík.
3. sæti féll í skaut þeirra Jóns Bjarna og Halldórs Vilbergs. Þeir voru 1 mín og 2 sekúndum á eftir 1. sæti. Jón hefur ekkert ekið í ár en hann er Íslandsmeistari 2009 og 2010. Þeir félagar óku Jeep Cherokee og sýndu þeir oft á tíðum flott tilþrif. Gaman væri að sjá þá mæta í Rally Reykjavík í haust en það stefnir í mikla þátttöku í jeppaflokki í því ralli.
Katarínus og Ívar Örn gerðu vel og lentu í 4. sæti á Mözdu en þetta er fyrsta keppni í ár sem þeir ná að klára. Þeir lentu janframt í 3. sæti í non turbo flokki. Heimamennirnir Þórður og Björn Ingi náðu 5. sæti og því 4. í non turbo flokki.
Parið sem leiddi Íslandsmótið fyrir þessa keppni, þau Hilmar B og Dagbjört Rún, féllu úr leik í gær en komu inní rallið í morgun. Þau náðu að klára en rétt misstu af stigasæti en aðeins vantaði eitt sæti uppá að þau fengju eitt stig.
Dagbjört leiðir reyndar Íslandsmótið hjá aðstoðarökumönnum með fjögra stiga forskot á Ólaf Þór en Hilmar er einu stigi á eftir Guðmundi hjá ökumönnum. Það er alveg ljóst að baráttan í síðasta rallinu verður gríðarleg. Gaman að baráttan um titilinn sé fram í síðustu keppni sem fer fram í september og er jafnframt stærsta keppni ársins.
Lokastöðuna í rallinu er að finna inná www.bks.is . Gaman væri að sjá sem flesta mæta í síðustu rallkeppni ársins því nóg er til að rallbílum hér á landi.
Myndir teknar úr fyrsta rallinu í vor af Ehrally.blog.is . Efsta mynd - Guðmudur og Ólafur - Miðju mynd Baldur Haralds og Aðalsteinn - Neðsta mynd Hilmar og Dagbjört.
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 23:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Skagafjarðarrallið farið af stað
27.7.2012 | 23:44
Fjórða umferð Íslandsmótsins í rallakstri fór af stað í kvöld. Rallið um helgina er í Skagafirði og haldið af Bílaklúbbi Skagafjarðar www.bks.is . Þeir halda þessa keppni árlega og gera það ætíð vel.
Eins og áður sagði er rallið farið af stað og hafa ökumennirnir þegar ekið sex sérleiðir og dagur eitt á enda komin. Sérleiða km eru töluvert fleiri á morgun og t.d. aka keppendurnir hina margfrægu og skemmtilegu leið um Mælifellsdal.
Forustuna í rallinu hafa þeir félgar Sigurður Bragi og Ísak Guðjónsson og hafa ekið vel. Þeir tóku forustuna strax á 1. leið og leiða rallið með 1, mín og 10 sekúndur í forskot á þá Jón Bjarna og Halldór Vilberg, þeir aka Jeep Cherokee og hafa ekið honum ansi vel í kvöld.
Baldur Haralds og Aðalsteinn koma í 3. sæti en ekki nema 4. sekúndum á eftir 2. sæti, þeir hafa einnig ágætt forskot í non turbo flokknum sem er fjölmennasti flokkurinn þetta árið. Baldur er heimamaður og greinilegt að hann er að láta til sín taka á heimvell.
Í 4. sæti koma Guðmundur og Ólafur Þór og eru í 2. sæti í non turbo. Í 5. sæti kemur Sigurður Arnar með Brynjar sér við hlið og þeir eru í 3. sæti í non turbo.
Gaman verður að sjá hvernig keppnin þróast á morgun og greinilegt að ekkert verður gefið eftir. Það stefnir í svaka slag í non turbo flokknum á morgun. Stöðuna í rallinu er að finna inná http://tryggvi.org/rallytimes/?RRComp=29&RRAction=4 .
Eins og lesendur hafa tekið eftir eru Hilmar Bragi og Dagbjört Rún ekki í efstu sætunum en þau leiða Íslandsmótið. Þau féllu því miður úr leik á annari sérleið eftir að afturöxull brotnaði í bíl þeirra. Þetta er í fyrsta skipti í langan tíma sem Hilmar fellur úr leik en hann er vanur að ljúka öllum röllum, það er ekki öll nótt út um það ennþá! Þau koma inní rallið í fyrramálið, því í þessu ralli máttu koma inn ef þú fellur úr keppni. Þau fá reyndar töluverða refsingu en gætu náð í dýrmæt stig í baráttunni um titilinn.
Rallið heldur áfram í fyrramálið og verður fyrsta leið Mælifellsdalur og svo önnur Mælifellsdalur til baka. Umfjöllun um rallið kemur svo inná síðuna annað kvöld ef undirritaður kemst í tölvu þar sem hann er í sumarfríi með fjölskyldunni.
Mynd: Sigður og Ísak í Skagafjarðarralli 2007.
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 23:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Íslandsmótið í rallakstri - Skagafjarðarrallið næstu helgi
23.7.2012 | 14:05
17 áhafnir eru skráðar til leiks í fjórðu umferð Íslandsmótsins í rallakstri. Rallið um næstkomandi helgi er hið árlega Skagafjarðarall sem er haldið af Bílaklúbbi Skagafjarðar www.bks.is .
Keppnin verður örugglega mjög skemmtilegt og spennandi en BS menn fá mikið hrós fyrir mjög vel upp sett rall. Nokkrar nýjar leiðar verða eknar að þessu sinni en Þverárfjall er komin inn aftur. Sú leið hefur ekki verið ekin síðan árið 2001 og er gríðalega skemmtileg. Greinilega mikil vinna lögð í þetta hjá norðan mönnum sem er gaman að sjá!
Keppnin byrjar á föstudagskvöld með sex sérleiðum og heldur áfram á laugardag. Rásröð rallsins hér http://www.bks.is/stuff/Rasrod2012.pdf og tímamaster http://www.bks.is/stuff/Timamaster2012_2.pdf
Ehrally.blog.is verður því miður ekki á staðanum að þessu sinni en ætla að reyna að henda inn smá frétt um rallið þegar því lýkur.
Mynd: Úr Skagafjarðarralli 2007. Eins og sést er oft ryk á hinni krefjandi en skemmtilegu leið um Mælifellsdal. Ljósmyndari Gerða.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Staðan á Íslandsmótinu
11.7.2012 | 22:18
Eins og áður hefur komið fram á síðunni eru þrjár keppnir búnar af fimm á Íslandsmótinu í rallakstri. Línur eru þegar farnar að skýrast en nóg er eftir af stigum svo mikið á eftir að gerast áður en mótið er úti.
Íslandsmeistarinn Hilmar með Dagbjörtu sér við hlið leiða Íslandsmótið með fullt hús stiga. Eins og staðan er í dag lítur út fyrir að mesta baráttan um titilinn verði í non tubro flokki.
Staðan á Íslandmótinu http://asisport.is/index.php/St/Rally.
Ef Dagbjört landar titli aðstoðarökumann yfir heildina, sem lítur nú út fyrir að hún geri, þá verður hún aðeins önnur konan til að hampa þeim titli. Hin er Ásta Sigurðardóttir sem varð Íslandsmeistari 2006 og 2007 með bróður sínum Daníel. Þau systkinin hafa ekki keppt mikið saman hér á landi eftir titilinn 2007. Þau hafa þó keppt töluvert eftir það í Bretlandi með góðum árangri.
Næsta keppni fer fram í Skagafirði 27. og 28. júlí og munu upplýsingar um það rall koma inná www.bks.is . Síðasta rallið sem er jafnframt það stæðsta er Rally Reykjavík www.rallyreykjavik.net sem fer fram 6. til 8. september. Ehrally er komið í stutt sumarfrí enda ekki mikið um rallýfréttir þessa dagana.
Mynd: Systkinin Daníel og Ásta á fullri ferð í RR 2008 - Ljósmyndari Elvar Örn.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Íslandsmótið í ralli hálfnað
1.7.2012 | 01:34
Miðsumars rally BÍKR lauk aðfaranótt laugardags en þetta var þriðja umferð Íslandsmótsins. Ennþá eru tvær keppnir eftir og 30 stig í pottinum þar sem síðasta keppni tímabilsins, Rally Reykjavík, gefur tvöfalt vægi.
12 áhafnir mættu til leiks að þessu sinni en 10 áhafnir luku keppni. Skemmst er frá því að segja að Sigurður Bragi og Ísak sigruðu rallið. Í öðru sæti lentu Hilmar Bragi og Dagbjört Rún en þau leiða Íslandsmótið. Guðmundur Snorri og Guðni lentu í þriðja sæti en þetta er fyrsta keppnin sem þeir klára á þessu tímabili. Vel gert hjá þeim félögum.
Baldur Haralds og Aðalsteinn sigruðu non turbo flokkinn. Annað sætið féll í skaut þeirra Guðmundar og Witeks. Baldur Hlöðvers og Hjalti Snær gerðu sér lítið fyrir og lentu í þriðja sæti. Baldur ók mjög vel alla keppnina og gaman er að sjá hvað hann bætir sig frá hverju ralli til annars! Einnig fá þeir félagar mikið hrós fyrir mjög snyrtilegan og flottan bíl. Baldur er aðeins á 18. aldurs ári og er sannarlega framtíðar ökumaður.
Þá að keppninni! Fyrsta sérleiðin var ekin um Kaldadal sem er 39 km. Eyjólfur Melsteð og Heimir Snær gerðu sér lítið fyrir og tóku besta tímann 22:28. Þeir félagar óku Jeep Cherokee og voru þeir einir í jeppaflokki að þessu sinni. Annan besta tímann tóku fyrrum Íslandsmeistarnir Sigurður Bragi og Ísak eða 22:33 en þeir félagar aka Lancer Evo 7. Það þarf ekki að fara mörgun orðum um hversu mikið öflugri bíll þeirra er í samanburði við bíl Eyjólfs og Heimis. Hilmar og Dagbjört tóku þriðja besta tíman 23:20 og þau aka eins bíl og títtnefndir Sigurður og Ísak.
Í non turbo flokki tóku Baldur Haralds og Aðalsteinn besta tíma í fyrstu ferð um Kaldadal eða 23:43. Bragi og Lejon sem hafa ekið afar vel í sumar sprengdu dekk í þessari ferð og töpuðu fjórum mínútum.
Sérleið 2 var um Surtshelli og tóku Hilmar og Dagbjört besta tíma 4:42. Eyjólfur og Heimir ásamt þeim Sigurði og Ísaki tóku sama tíma 4:46. Þessi leið var 6 km. Bragi og Lejon tóku besta tímann í non turbo eða 4:59.
Sérleið 3 var Surtshellir til baka. Þar náðu Sigurður og Ísak að taka besta tíman 4:31. Hilmar og Dagbjört voru fjórum sek á eftir besta tíma eða 4:35. Jeppa búðingurinn með þá Eyjólf og Heimi innanborðs náðu 4:37 og voru þeir með þriðja besta tímann. Aftur náðu Bragi og Lejon besta tíma í non turbo 4:47.
Sérleið 4 var Kaldidalur til baka. Fyrir þá leið munaði 1 sek á fyrsta og öðru sæti. Sigurður og Ísak með forustu á þá Eyjólf og Heimi. Besta tíma náðu forustusauðurnir með 22:22. Áfram héldu Eyjólfur og Heimir að koma all hressilega á óvart með tíman 22:37 og voru þá orðnir 16 sek á eftir 1. sæti þegar ein leið var eftir. Parið Hilmar og Dagbjört voru með þriðja besta tíma 23:10 sem verður að teljast slakur tími á svona bíl yfir þessa leið. Loksins náðu þeir Guðmundur og Witek besta tíma í non turbo, 23:46, en Guðmundur hefur ekið mjög vel í sumar.
Síðasta og 5. leiðin var um Uxahryggi. Þar réðustu úrslitin og því miður féllu tvær áhafnir úr leik á þeirri leið. Íslandsmeistarinn Hilmar með spússu sína sér við hlið tóku besta tímann 6:17. Vel gert hjá þeim. Sigurður og Ísak voru 8 sek á eftir með 6:25. Þriðja besta tíma náðu Guðmundur og Witek 6:44 og náðu þeir einnig besta tíma í non turbo flokknum.
Þær tvær áhafnir sem féllu úr leik voru Bragi og Lejon með brotinn dempara en þeir voru búnir að aka vel og er aðdáunarvert hvað Bragi er grimmur ökumaður. Þetta voru dýr stig fyrir Íslandsmótið sem þeir misstu af í non turbo flokki en þeir koma án efa tvíelfdir inní næsta rall.
Hin áhöfnin voru Eyjólfur og Heimir sem voru í baráttu um sigur allt rallið og voru í 2. sæti þegar þeir féllu úr leik eftir útafakstur með bæði afturdekkin spurningin og komnir á felguna báðum megin. Þeir voru 16 sek á eftir Sigurði og Ísaki fyrir þessa síðustu leið og ætluðu sér að reyna ná 1. sæti. Það á ekki að vera hægt ef maður ber bílana saman! En maður gefur svona ökumönnum STÓRT prik fyrir að reyna og frábær akstur þeirra alla keppnina lauk því miður svona. Svekkjandi fyrir þá, þar sem allt annað hafði gengið upp hjá þeim í keppninni.
Eins og áður hefur fram komið var það Bifreiðaíþróttaklúbbur Reykjavíkur sem hélt þessa keppni. Eins og svo oft áður má draga lærdóm af þessu ralli bæði hvað varðar rallið sjálft og aðdraganda þess. Undirrituðum finnst svolítið merkilegt að þetta er annað rallið sem þessi klúbbur heldur á þessu tímabili og bæði röllin hafa endað í Borgarnesi! Annað atriði varðar öruggi keppenda. Eftirfari sem ekur strax á eftir síðasta bíl var alltof seinn í hið minnsta á þremur leiðum. Á Kaldadal fyrstu ferð kom hann um sjö mínútum á eftir síðasta bíl. Þetta er alloft langur tími á milli. Á síðustu ferð um Uxahryggi fór hann af stað þegar það voru liðnar um 5 mínútur frá því að síðasti bíll lagði af stað! Verður það að teljast ámælisvert þar sem um er að ræða mikið öryggisatriði fyrir keppendur verði slys á leiðinni sem er betur fer mjög fátítt hér á landi.
Mjög gaman er að sjá þann fjölda heimsókna sem síðan fær á þessu keppnistímabili! Það er alveg ljóst miðað við fjölda heimsókna að rallið er vinsælt þó það skilir sér því miður einhverja hluta vegna ekki í miklum áhorfendafjölda á keppnunum sjálfum. Haldið áfram að vera duglega að heimasækja síðuna gott fólk !
Lokastaðan í rallinu http://tryggvi.org/rallytimes/?RRComp=28&RRAction=4 .
Myndir: Efsta Sigurður og Ísak - Miðja Eyjólfur og Heimir - Neðsta Baldur og Hjalti. Ljósmyndari Sæmi (Gamli feiti bitri gaurinn) http://www.123.is/mr.boom/pictures/ .
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 18:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
ehrally mætt uppá kaldadal - uppfært rallið búið
29.6.2012 | 22:45
Ehrally er mætt uppá kaldadal. Erum sirka inná miðri leið, fyrsti bíll ræsir eftir eftir 30mín. Ætla reyna vera með tíma á fyrstu bílunum.
Þið uppfærið með því að ýta á F5 takkann.
Eftir fyrstu serleið um kaldadal náðu eygjó og heimir besta tima 22:28 og tóku þeir 5 sek af sigga og ísaki sem voru 22:33 . 3 besta tima tóku hilmar og dagbjört 23:20. Þvi miður ekki með tima á fleiri keppendum en margir sýntu flottan akstur! . Gaman verður að sja framhaldið en þetta er mjog óvænt staða eftir fyrstu leið. Rallinu lauk nú fyrir stundu og náðu sigurður og ísak að sigra rallið. Í non turbo sigruðu baldur og aðalsteinn.
Umfjöllun um rallið kemur sirka um 18:00 í dag (laugardag)...
Íþróttir | Breytt 30.6.2012 kl. 13:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Miðsumars rally fer fram í kvöld og nótt
29.6.2012 | 13:50
Miðsumars rally BÍKR fer fram í kvöld og nótt. Fimm sérleiðir verða eknar og tvær þeirra eru um eina erfiðustu en jafnframt ein af skemmtilegustu leiðum um Kaldadal, sú leið er 39 km og reynir mikð á ökumenn og bíla.
Hvet áhugamenn um rally og annað mótorsport að gera sér ferð t.d. uppá Kaldadal í kvöld og horfa á skemmtilega rallýkeppni sem er í vændum!
13 áhafnir voru skráðar til leiks en því miður er ein áhöfn sem forfallast, það er þeir Jóhannes og Björgvin. Jóhannes hefur verið bakveikur undanfarin ár og er því miður ekki í standi til að aka að þessu sinni. Enda er kannski Kaldidalur ekki besta leiðin til að ralla fyrir menn sem eru bakveikir.
Fyrsta sérleiðin í kvöld liggur um Kaldadal og svo aka ökumennirnir nýja og skemmtilega leið um Surtshelli, sú leið er ekin fram og til baka. Sérleið 4 er Kaldidalur til baka, síðasta og fimmta sérleiðin er um Uxahryggi. Tímamaster keppninnar er að finna inná www.bikr.is . Vil benda fólki á að leiðin um Kaldadal lokar kl. 22:15 og fyrsti bíll ræsir klukkutíma seinna eða 23:15. Umfjöllun um rallið kemur um hadegisbilið á morgun.
Mynd: Hilmar og Dagbjört leiða Íslandsmótið með fullt hús stiga eftir tvær keppnir. Sigrar parið þriðja rallið í röð eða koma fyrrum Íslandmeistarar í veg fyrir það þeir Sigurður Bragi og Ísak ?.
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 13:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)