Þetta fer að bresta á!
10.5.2012 | 21:10
Jæja þetta fer að bresta á og ekki nema tæp vika í ræsingu í fyrstu umferðina af fimm á Íslandsmótinu í rallakstri. Það er BÍKR (www.bikr.is ) sem hefur veg og vanda að þessari keppni.
17 áhafnir eru skráðar til leiks þar af 8 non turbo bílar og verður gríðarlega gaman að fylgjast með þeirri baráttu í sumar.
Samt sem áður sakna maður bílanna í stóra flokknum, grubbu N, en það lítur út fyrir að einungis verði fimm áhafnir í sumar. Skora hér með á þá menn sem eiga nánast tilbúna bíla að skella sér í slaginn!
Um helgina fara áhafnirnar að skoða sérleiðarnar og búa til leiðarlýsingu sem ökmennirnar aka svo eftir. Flestar sérleiðarnar í rallinu verða í kringum Borgarfjörð. Nánari leiðarlýsing kemur í næstu viku.
Mynd: Bíll þeirra Guðmundar og Guðna sem lítur vægast sagt mjög vel út og hrós til þeirra fyrir fallegan bíl. Þeir félagar verða í toppbaráttunni í sumar. Guðmundur hefur töluverða reynslu sem ökumaður en Guðni sem er aðstoðarökumaður hans er nýr í þessu sporti.
Taka svo þátt í könnunni hér til vinstri á síðunni.
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 21:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
11 dagar í fyrstu keppni!
7.5.2012 | 21:45
Ekki eru nema 11 dagar í að Íslandsmótið í ralli hefjist! Spennan er örugglega farin að gera vart við sig hjá keppendum og ralláhugafólki en það lítur út fyrir mjög skemmtilegt rallýsumar.
Keppnin fer fram dagana 18 og 19 maí næstkomandi en hluti rallsins verður ekinn á föstudagskvöldi og síðan verður laugardagur þétt pakkaður með skemmtilegum leiðum. Reiknað er með að nokkrar nýjar sérleiðir verði sem gerir spennuna enn meiri. Upplýsingar um rallið inná www.bikr.is .
Eins og áður hefur komið fram á síðunni lítur út fyrir að mesta þáttakan verði í non turbo flokki og það verður virkilega gaman að sjá þann flokk í sumar. Vonandi rætist samt úr hinum flokkunum og jeppflokkurinn er einn þeirra en reikna má með þrem til fimm bílum í röllum sumarsins í þeim flokki.
Mynd: Cherokee bíll Kristins Sveinssonar en þetta er gríðalega öflugur bíll og vonandi mætir Kiddi í sem flestar keppnir. Bíllinn orðin fallegur og nýji orangs liturinn gerir mikið fyrir bílinn. Gaman verður að fylgjast með Kidda og vonandi fær hann sem mesta keppni í jeppaflokknum.
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 21:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12 dagar í fyrstu keppni! - video
6.5.2012 | 12:14
Frumraun ehrally.blog.is í myndbandsgerð. Njótið vel .
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
16 dagar í fyrstu keppni!
2.5.2012 | 18:15
Aðeins 16 dagar eru í að keppnistímabilið í rallakstri hefjist og eru flestar áhafnir á fullu þessa dagana að græja bíla sína fyrir átök sumarsins.
Skráning er hafin í fyrstu keppnina sem BÍKR heldur sem fer fram dagana 18 og 19 maí næstkomandi. Upplýsingar fyrir þá sem ætla taka þátt eru inná www.bikr.is .
Keppnin í sumar verður án efa hörð og skemmtileg. Eins og staðan er í dag lítur út fyrir að mesta þáttakan verði í non turbo flokki og það verður virkilega gaman að sjá baráttuna í þeim flokki í sumar. Nokkrir bílar hafa verið smíðaðir í vetur í þessum flokki og gætum við verið að sjá allt uppí 8 til 10 bíla mæta í sumar.
Því miður verður keppnin í stóra flokknum kannski ekki eins mikil og undanfarin ár en það er þó aldrei að vita og vonandi rætist úr því þegar nær dregur fyrstu keppni.
Mynd: Nýji bíll þeirra Þórðar og Björns Inga en þeir mæta til leiks í non turbo flokknum. Það verður að hrósa þeim félögum fyrir bílinn sem er geysilega fallegur og vel smíðaður! Þeir Þórður og Björn urðu Íslandsmeistarar með miklum yfirburðum í jeppaflokki í fyrra og það verður gaman að sjá hvað þeir gera í non turbo í sumar. Heimasíða þeirra félaga www.550.is
Um að gera fyrir keppendur að senda mér nokkrar línur um undirbúning og mynd og ég birti það hér á síðunni, sendið á dorijons@gmail.com .
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 18:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20 dagar í fyrstu keppni!
28.4.2012 | 21:15
Aðeins 20 dagar í að veislan byrji .
Flott myndband efir Bigga Braga!
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23 dagar í fyrstu keppni!
25.4.2012 | 22:06
Aðeins 23 dagar í að Íslandsmótið í ralli hefjist! Ef þið eru með fréttir af undirbúningi keppenda þá má senda á dorijons@gmail.com , þó það sé ekki nema ein mynd af rallaranum .
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Úrslitin úr Rallycrossinu í gær
23.4.2012 | 18:53
Fyrsta umferðin á Íslandsmótinu í Rallycrossi fór fram í gær. Töluverður fjöldi keppenda var og baráttan mikil.
Steinar Nói Kjartansson á Dadge Stealth sigraði í opna flokknum.
Í 2000 flokki var það Ívar Örn Smárason á Honda Civic 1,6 sem tók 1 sætið.
Eiríkur K. Kristjánsson sigraði í Unglingaflokki.
Í fjölmennsta flokknum 4wd Krónu var það margfaldur Íslandsmeistari Hilmar Bragi Þráinsson á Mitsubishi Lancer sem varð sigurvegari. Næsta keppni í crossinu er 20 maí .
Nánari úrslit er að finna hér http://spjall.aihsport.is/viewtopic.php?f=19&t=340 .
Mynd: Kristinn Eyjólfsson .
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
26 dagar í fyrstu keppni!
22.4.2012 | 21:32
Aðeins 26 dagar eru í að keppnistímabilið í rallakstri byrji. Skráning er hafin í vorrall BÍKR sem fer fram dagana 18 og 19 maí næstkomandi. Upplýsingar fyrir þá sem ætla taka þátt eru inná www.bikr.is
Ef menn eru með fréttir af undirbúningi keppenda þá má senda á dorijons@gmail.com .
Video http://vimeo.com/37892918 Þetta video er heimildamynd eftir Stefán Örn en það var eitt af lokaverkefnum hans í kvikmyndaskólanum. Mjög flott hjá stráknum og vonandi verður hann duglegur að mynda mótorsport í sumar.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27 dagar í fyrstu keppni!
21.4.2012 | 17:52
Áfram teljum við niður en aðeins 27 dagar eru í að ralltímabilið byrji. Flestar áhafnir eru á fullu þessa dagana að græja bíla sína fyrir átök sumarsins.
Baldur Hlöðversson og Hjalti Kristjánsson mæta til leiks á Subaru Imprezu í non turbo flokk og það verður gaman að fylgjast með þeim.
Baldur sagði við undirritðan að nú færi bleiki liturinn á blínum og verða gulur eins og alltaf hjá þeim! Komin er ný fjöðrun í bílinn að aftan og allt að gerast eins og hann orðið það. Um að gera fyrir fleiri keppendur að senda mér nokkrar línur og mynd og ég birti það hér á síðunni, sendið á dorijons@gmail.com .
Greinilega allt að gerast hjá Baldri og Hjalta
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 18:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fyrsta umferðin í Rallycrossi á morgun
21.4.2012 | 13:38
Fyrsta keppnin á þessu tímabili á Íslandsmótinu í Rallycrossi fer fram á morgun sunnudag við kapelluhraun í Hafnafirði. Keppnin byrjar kl: 13:00 en tímatökur byrja kl:11:00. Alls eru 24 keppendur með í fjórum flokkum.
Eins og lesendur hafa tekið eftir þá er síðan hjá mér komin í gang aftur og mun ég reyna vera lifandi hér í sumar. Rallið verður auðvita fyrirferðamikið en ég mun einnig fjalla um aðrar mótorsportgreinar.
Eitt gamall Rallycross video hér að neðan og minni á keppnin á morgun kl:13:00.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)