Færsluflokkur: Íþróttir

55.tímar í ræsingu

Raggi - haustall 2008

23.bílar mæta til leiks í rallið á laugardag og verða eknar fjórar sérleiðar og alls 117 km.

Þetta rall er vel sett upp fyrir áheyrendur og ekki oft sem kostur gefst að sjá svona mikinn part ef einu ralli og ekki skemmir fyrir að margir bílar mæta til leiks

Það virkilega gaman að sjá Ragga mæta á Audi í þessa keppni, þessi bíll hjá honum er mjög svo fallegur og er vel smíðaður bíll!. Ragnar og Steinar krössuðu illa í haustralli 2005 á samskonar bíl og hafa aðeins keppt í einu ralli síðan þá en það var í haustrallinu í fyrra en þá var smíðinni á nýja bílnum ný lokið og líklega þurfa þeir 2/3 keppnir til að ná upp góðum hraða á nýja bílnum.

Eins og flestir vita átti þetta rall að fara fram á Snæfellsnesi en því miður sökum ófærðar verður að færa þessa keppni á höfuðborgarsvæðið.

Hér er linkur á tímamaster rallsins  http://www.bikr.is/index.php?option=com_content&view=article&id=63&Itemid=72  .

Mynd: Ragnar og Steinar á Audi í hausralli 2008.


Íslandsmótið í ralli - 3.umferð

elvaro 72583.umferð Íslandsmótsins í ralli fer fram á laugardaginn, upphaflega átti að ralla á Snæfellsnesi en sökum þess að vegirnir eru ekki orðnir færir verður að færa þessa keppni á höfuðborgarsvæðið eða öllu heldur til Krísuvíkur.

Leiðarnar sem verða keyrðar eru Ísólfsskáli, Djúpavatn og Kleifarvatn og verða þessar leiðar eknar í einum rikk eða öllu heldur ein leið, fyrstu tvær leiðarnar verða Ísólfsská/Djúpav/Kleifarv og svo leið 3 til baka Kleifarv/Djúpav/Ísólfsská og svo síðasta leið kleifarvatn ein og sér í átt að Rvk.

Spenna veðrur líklega mest í jeppaflokki en þar eru margir góðir ökumenn skráðir til leiks og gaman að sjá Hvata mæta til leiks aftur, einnig verður mikil barátta í 1600 og 2000 flokki og margir sigurvegar koma til greina þar og það er eitthvað sem segir mér að sekúndur slagur verði í þessum tveim flokkum, það verður engin svikin af því að taka daginn snemma á laugardag og horfa á þessa keppni.

elvaro 1025Því miður er ekki búist við miklum slag um fyrsta sætið en auðvita gætu óvæntir hlutir sett strik í reikninginn. Jón Bjarni og Sæmundur munu sigla öruggum sigri í höfn ef þeir sleppa við bilanir EN það er aldrei að vita hvað hinir í toppbaráttunni gera, það eru að minnsta kosti 2/3 bílar sem eiga að geta keppt við Jón og Sæmund. Í næstu sætum eru líklegir til að vera Páll Harðar og Aðalsteinn en þeir aka gríðarlega öflugum Subaru og Jóhannes og Björgvin sem aka MMC Lancer einnig öflugur bíll, svo verða Guðmundur Höskulds og Ólafur Þór á Subaru en þeir aka ekki á eins góðri græju og hinir en samt heldur undirritaður að þeir verði að slást við Pál og Aðalstein og Jóhannes og Björgvin.

Til að fá allar upplýsingar um þetta rall þá vil ég binda á nýja glæsilega heimasíðu www.bikr.is og þar á að vera hægt að finna allt um þessa keppni.

Aðrar heimasíður af fjallað um þessa keppni og hér eru tenglar á þær, www.rally.hradi.is  -  www.teamx-tra.blogcentral.is - www.rallysport.blog.is .

Kveðja / Dóri


Hirvonen tekur forustu í stigakeppninni

Hirvonen sigrar Pólska rallið

Finninn Mikko Hirvonen tók forustu í heimsmeistarakeppninni í rallakstri um helgina þegar hann sigraði í Pólska rallinu, Finninn hefur nú sigrað tvö mót í röð og fer næsta keppni fram í lok Júlí og hún verður á heimavelli Hirvonen og er hann líklegur sigurvegari þar.

Frakkinn Sebastien Loeb sem er heimsmeistari síðustu fimm ár var í forustu í stigakeppninni fyrir Pólska rallið en hann velti bíl sínum á fyrsta degi og er þetta önnur keppninni í röð sem hann veltir, hann náði samt að koma inn í rallið aftur og endaði í 7.sæti í Póllandi og náði sér í tvö dýrmæt stig.

Finninn Jari-Matti Latvala var með öruggt annað sæti um helgina en á síðustu leið sem var sýningar leið fór hann útaf og fór hann ekki lengra og misst því af 2.sætinu, þetta var afar klaufalegt hjá Latvala og nú þegar átta mót eru búin hefur hann aðeins fengið stig í fjórum mótum og í heildina 25.stig sem er ekki ásættanlegur árangur hjá honum.

Lokastaðan í Póllandi (8 efstu)

1. Mikko Hirvonen          Ford   3.07.27,5
2. Daniel Sordo             Citroen  +1.10,3
3. Henning Solberg        Ford     +2.05,6
4. Petter Solberg           Citroen  +2.24,3
5. Matthew Wilson         Ford     +4.17,5
6. Krzysztof Holowczyc Ford     +4.33,9
7. Sebastien Loeb        Citroen +19.15,1
8. Conrad Rautenbach Citroen +19.20

Mynd:Hirvonen og Lehtinen fagna sigrum í Póllandi.


Danni keppir í Wales helgina

Danni - 2009

Daníel Sigurðsson keppir í Bretlandi á sunnudaginn á nýja fína bílnum sínum MMC Lancer Evo 10. Danni verður með heimamanni Andrew Sankey sér við hlið en hann var líka með honum í þessu sama ralli í fyrra og þá sigruðu þeir glæsilega.

Okkar maður mun ræsa fyrstur sem er auðvita mikil viðurkenningCool. Undritaður heldur að þetta sé í fyrsta skipti sem Íslendingur ræsir fyrstur í útlandinu og það er nú frétt útaf fyrir sig!.

Leiðarnar um helgina er ekki þær sömu og í fyrra og því verður þetta enn meira krefjandi fyrir okkar menn. Margir öfuglegir bílar verða í rallinu og menn sem hafa unnið keppnir á Bretlandseyjum og Danni er því ekki að fara að slást við neina nýgræðinga. Það er alltaf þetta stóra EF Danni nær upp sinni keyrslu og mun sleppa með áföll þá mun hann vinna þessa keppni! sem yrði að sjálfsögðu frábærtSmile. Heimasíða rallsins hér http://www.midwalesstages.co.uk. Áfram Danni og Andrew.

Vídeo frá þeim í þessu ralli í fyrra hér http://hipporace.blog.is/blog/hipporace/entry/587873

Mynd: Bíllinn hans Danna í fyrstu keppninni sem hann fór í á bílnum, aðeins flottara þjónustuhléið en maður sér hér á Íslandi!Smile.


Staðan á Íslandsmótinu

Rally 230808 51 copyEin keppni er búin á Íslandsmótinu í rallakstri og staðan er kannski ekki alveg eins og maður bjóst við fyrir utan fyrstu 2.sætin. Næsta keppni fer fram 4.júlí í nágrenni Ólafsvíkur og þar verður án efa líf og fjörSmile.

Staðan í Íslandsmótinu eftir eina keppni (heildin)

1. Jón Bjarni Hrólfsson og Sæmundur Sæmundsson - 10.stig
2. Pétur S. Pétursson og Heimir Snær Jónsson - 8.stig
3. Páll Harðarson og Aðalsteinn Símonarson - 6.stig 
4. Hilmar Bragi Þráinsson og Stefán Þ. Jónsson - 5.stig
5. Sigurður Óli Gunnarsson og Elsa Kristín Sigurðardóttir - 4.stig 
6. Aðalsteinn G. Jóhannsson og Guðmundur Jóhannsson - 3.stig
7. Júlíus Ævarsson og Eyjólfur Guðmundsson - 2.stig
8. Halldór Vilberg og Ólafur Tryggvason - 1.stig

Mynd: Rally Reykjavík 2008.


Góður sigur Hirvonen

Hirvonen - 2009Finninn Mikko Hirvonen sigraði Akrapólisrallið sem lauk í morgun og er hann nú ekki nema 7.stigum á eftir fimmföldum heimsmeistara Sebastien Loeb í stigamótinu en sá síðari nefndi krassaði bíl sínum á öðrum degi og fór nokkra hringi en sem betur fer sluppu þeir ómeiddir en þetta var stórt krass!. Hirvonen leiddi rallið frá fyrsta degi og til að mynda var hann komin með góða forustu fyrir síðasta dag og gat því keyrt varnarakstur sem sást líka á tímunum því besti tími hans í dag var 7.besti.

Frakkinn Sebastien Ogier lendi í örðu sæti en frakkinn ungi ók vel í þessu ralli og gaman verður að sjá hvað hann gerir í næstu keppnum 

Jari-Matti Latvala liðsfélagi og landi Hirvonen tók þriðja sætið og það var mjög vel gert hjá Latvala því hann tapaði rúmum 3.mínútum á degi eitt við það að keyra útaf og er Latvala nú komin framfyrir Solberg bræðuna í stigmótinu.

Það eru enn fimm mót eftir og fer næsta keppni fram eftir tvær vikur í Póllandi.

Lokastaðan í Grikklandi (topp 8)

1HIRVONEN Mikko     
0.0
2OGIER Sebastien     
+1:12.9
3LATVALA Jari     
+1:45.0
4VILLAGRA Federico     
+3:48.3
5RAUTENBACH Conrad     
+3:59.8
6AL QASSIMI Khalid     
+7:04.3
7OSTBERG Mads     
+12:24.9
8ATHANASSOULAS Lambros     
+12:47.6

Mynd: Hirvonen fagnar sigrinum í dag.


Hamingjukvöld - myndir

Hamingjukvöld BÍKR fór fram í gær og heppnaðist það mjög velSmile.

Myndir frá kvöldinu http://www.ehrally.blog.is/album/hamingjukvold_bkr_2009 . Elvar snillingur á allan heiður af þessum myndum!.

Þetta er flottasta myndinSmile

elvaro 7335


Rallinu aflýst!

Rallý - 2008Önnur keppni Íslandsmótsins í rallakstri átti að fara fram um helgina en því hefur verið aflýst af AÍFS(akstursíþróttafélagi suðurnesja). Aðal ástæðan sem þeir gefa er að áhugi félagsmanna í AÍFS fyrir þessari keppni er nánast enginn og öll undirbúningsvinna hefur hvílt á 2 aðilum, undirrituðum finnst þetta frekar slöpp ástæða og þeir hljóta hafa séð þetta fyrir nokkrum dögum en ekki þremur sólarhringjum fyrir ræsingu, finnst líka soltið skrítið að tala um undirbúningsvinnu ÞVÍ það var ekki einu sinni búið að sækja um leifi fyrir leiðunum og engin tímamaster komin fram.

Undirritaður vonar að þetta sé síðasta rallið sem þessi klúbbur fær að reyna að halda en þeir hafa haldið EINA rallkeppni á ári og hefur farið versnandi síðustu ár og nú hlýtur þetta að vera dropinn sem fyllti mælinn.

Vel taka fram að þetta er allt í sjálfboðavinnu og þeir eiga heiður skilið sem vinna svoleiðis vinnu!! EN menn eiga þá ekki að taka svona að sér ef þeir ráða ekki við það!. BÍKR heldur næsta rall sem er 4.júlí á Snæfellsnesi og hvet ég fólk að fylgjast með því.

BÍKR hefur sett á koppinn hamingjukvöld núna á föstudaginnSmile og eru þetta fínar sárabætur fyrsti ekkert rall verður um helgina. Upplýsingar um kvöldið http://www.lia.is/spjall/viewtopic.php?t=1105 .

Áfram Rallý.


Ítalska rallið - video

Flott og skemmtilegt video frá Ítalska rallinu sem var um síðustu helgi en þar fór Latvala með sigur af hólmi, á 4.mínútu í þessu videoi má sjá Elena aðstoðarökumann Loeb fara snemma úr beltunum þegar þeir voru að fara að skipta um dekk en þeir fengu refsingu fyrir þetta og duttu niður um eitt sæti fyrir vikið.


Latvala sigraði á Ítalíu

P.SolbergFinninn Jari-Matti Latvala vann Ítalska rallið sem lauk í morgun en hann var með forustu allt rallið og er þetta annar sigur Finnans á heimsmeistaramótinu, landi hans og liðsfélagi Mikko Hirvonen lenti í öðru sæti og var hann 30 sekúndum á eftir landa sínum, Norðmaðurinn Petter Solberg tók þriðja sætið og var hann tveim mínútum á eftir Latvala. Það er gaman að sjá Solberg svona framarlega því hann er ekki á eins góðum bíl og helstu keppinautar hans en bíllinn hans er samt ekkert slæmur:-).

Frakkinn Sebastien Loeb var í 3.sæti eftir keppnina en á 11.sérleiðinni í gær sprengdi hann dekk og áhvað hann að skipta sem tók ekki langan tíma eða rétt rúmlega mínútu, Elena aðstoðarökumaður Loeb er talin hafa farið of fljótt úr beltunum áður en bíllinn stöðvaðist og fengu þeir því tveggja mínútu refsingu eftir að keppninni lauk og duttu þeir því niðrí 4.sæti.

Þrátt fyrir þessi áföll hjá Loeb er hann enn með góða forustu í stigamótinu en næstur honum er Hirvonen og munar 17.stigum á þeim. Það eru enn sex mót eftir og vissulega getur margt skeð en Loeb sem er fimmfaldur heimsmeistari er í góðri stöðu, næsta keppni fer fram í Grikklandi um miðjan Júní.

Lokastaðan á Ítalíu (topp 8)

1.

4

Jari-Matti LATVALA

M

4:00:55.7

0.0

0.0

2.

3

Mikko HIRVONEN

M

4:01:25.1

+29.4

+29.4

3.

11

Petter SOLBERG

 

4:02:53.3

+1:28.2

+1:57.6

4.

1

Sébastien LOEB

M

4:04:39.4

+1:46.1

+3:43.7

5.

7

Evgeny NOVIKOV

M

4:06:07.5

+1:28.1

+5:11.8

6.

5

Matthew WILSON

M

4:08:25.0

+2:17.5

+7:29.3

7.

21

Mads ÖSTBERG

 

4:14:16.3

+5:51.3

+13:20.6

8.

6

Henning SOLBERG

M

4:14:16.9

+0.6

+13:21.2

Mynd:Petter Solberg var örugglega sáttur með að ná 3.sætinu.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband