Skagamenn burstuðu HK 4-1

HK úr kópavogi kom í heimsókn á Akranesvöll í kvöld.HK-liðið sá aldrei til sólar í leiknum,Skagaliðið var mikið mun betri aðilinn í leiknum,og strax á 17.mínútu átti Þórður Guðjónsson þrumu skot og fór boltinn í slánna og inn stórglæsilegt mark hjá Þórði,Vjekoslav Svadumovic skoraði gott mark á 25.mínútu eftir góða sendingu Jóns Vilhelms og þannig var staðan í hálfleik,Skagaliðið var mikið sterkara aðilinn í þeim fyrri og hefðu alveg getað bætt við fleiri mörkum.HK liðið kom ákveðið til seinni hálfleiks og voru betri aðilinn fyrstu 15.mínúturnar og þeir minnkuðu muninn á 52.mínútu með fínu marki Finns Ólafssonar.Svo 75.mínútu gerðu skagamenn út um leikinn og komust í 3-1 með marki Andra Júlíussonar vel afgreitt hjá honum,HK-menn vildu fá dæmda rangstöðu,ég gat ekki séð það frá mínu sjónarhorni,en það getur vel verið að hann hafi verið rangstaður,Þórður Guðjónsson bætti svo við sínu öðru marki í leiknum og 4 marki ÍA á 80.mínútu.Ég var virkilega ánægður með skagaliðið í þessum leik spiluðu skemmtilegan sóknarbolta og gátu alveg skorað mun fleiri mörk,allir leikmenn liðsins spiluðu vel og uppskáru eftir því.Núna er ÍA komið með 18 stig og komið upp að hlið Keflvíkinga í 3-4,sæti deildarinnar en Keflavík á leik inni við FH á laugardag.Næsti leikur skagamanna er við Fram á Laugardalsvelli 9.Ágúst kl 19:15.
mbl.is Skagamenn nálgast toppliðin eftir stórsigur á HK
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skagamenn fá HK í heimsókn

Mynd_0198346[1]Í kvöld kl 19:15 taka ÍA á móti nýliðum HK.Þetta er leikur í 11.umferð,Skagamenn hafa aðeins tapað einum leik á heimavelli í sumar og var það í 1.umferð á móti FH.Vonandi landa þeir 3 stigum í kvöld á Akranesvelli,með sigri í kvöld fer ÍA upp að hlið Keflvíkinga en þeir eiga leik inni gegn FH á laugardaginn.Þetta verður hörkuleikur í kvöld og hvet ég alla til að fjölmenna á völlinn,allavega verð ég mættur,það verður gaman að sjá Árna Thor mæta sínum gömlu félögum en hann var í leikbanni í fyrri leiknum,einnig gaman að segja frá því að Gunnar þjálfari HK er bróðir Árna Thors.ALLIR á völlinn í kvöld.

Bloggfærslur 26. júlí 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband