Massa sigurvegari í þessu móti
8.7.2007 | 17:18
Já þetta var skemmtileg keppni en fór nú ekki eins og ég vildi.Kimi virðist vera komin í góðan gír og vann þessa keppni nokkuð sannfærandi.Bíllinn hjá Hamilton var alls ekki nógu hraður til að keppa við Kimi.Að mínu mati var Massa sigurvegari í þessu móti rosalegt að sjá hann keyra hratt upp listann,hann ræsti 22 og endar 5 frábært hjá honum.Mínir menn í McLaren þurfa aðeins að bæta sig til að vinna næsta mót því Ferrari liðið er komið á skrið.
![]() |
Hamilton ánægður þótt hann ynni ekki |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Alonso verður mjög sterkur
8.7.2007 | 02:41
Ef Alonso er með bensínþungan bíl,þá gæti hann endað sem sigurvegara á morgun.Það getur skipt máli ef hann nær nokkrum auka hringjum þegar Räikkönen og Hamilton fara í sitt fyrsta þjónustuhlé,því þeir eru sennilega með svipað bensín magn.En þetta kemur allt í ljós og það verður gaman að fylgjast með þessari keppni.
![]() |
Alonso ætlar sér sigur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13 dagar í næstu keppni
8.7.2007 | 02:26
Næsta keppni fer fram norður í skagafirði 21 Júlí og er haldin af Bílaklúbbi skagafjarðar.Það eru nokkrar vikur síðan síðasta keppni var og þetta er búið að vera kærkomið frí.Núna er undirbúningur að fara á fullt fyrir næsta rallý.
Það má búast við rosa baráttu um fyrsta sætið og við ætlum okkur að sjálfsögðu að taka þátt í henni.Mælifellsdalur er leiðin sem verður keyrð.Þetta er gríðarlega skemmtileg leið og einnig erfiðasta leið á Íslandi.Góð samvinna ökumanns og aðstoðarökumanns getur skipt sköpum á þessari leið,Eyjó og ég erum bjartsýnir á gott gengi í þessari keppni.
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 02:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)