Lokahóf LÍA fór fram á föstudagskvöld

JAK_9878[1] Lokahóf akstursíþróttamanna var haldið á föstudagskvöld að Ásvöllum í Hafnafirði,töluverður fjöldi var saman komin til að skemmta sér og sjá ökuþóra taka við verðlaunum sínum.

Mínir menn Pétur og Heimir fengu afhenda bikarana fyrir 2000 flokkinn og MAX 1(1600 flokkur),en þeir urðu Íslandsmeistarar í báðum flokkum og höfðu mikla yfirburði sumarið 2007 í báðum flokkum.Keppnirnar voru sex talsins og þeir unnu allar keppnirnar í 1600 flokki og allar nema eina í 2000 en þar voru þeir í þriðja sæti.Í heildarkeppninni lentu þeir í sjöunda sæti og voru fjórar áhafnir á 4x4 turbo bílum fyrir aftan þá þegar tímabilinu lauk.Rallýsérleiðirnar voru 72 í sumar og unnu drengir 66 það sýnir þá yfirburði sem þeir höfðu í 1600 og 2000 flokki.Það verður fróðlegt að fylgjast með þeim í sumar því þeir munu keppa á EVO 6 lancer 4x4 turbo en þetta er bíll Íslandsmeistarana síðustu tveggja ára.

Systkinin Daníel og Ásta Sigurðarbörn fengu einnig Íslandsmeistarabikarana afhenda,þau höfðu þó nokkra yfirburði í sumar í heildarkeppninni en Sigurður Bragi,Jón Bjarni,Óskar Sól veittu þeim hvað mestu keppni.Systkinin reyndu fyrir sér líka í Bretlandi á síðasta ári með fínum árangri og þau eiga fullt erindi þarna úti.Hilmar og Vignir voru líka krýndir Íslandsmeistara í jeppaflokki og þeir eiga það sameiginlegt með hinum rallýmeisturunum að þeir höfðu mikla yfirburði í jeppaflokki.

Akstursíþróttamaður ársins var kjörin Sigurður Þór Jónsson en hann kemur úr torfærunni.Ég óska Sigurði til hamingju með þessa viðurkenningu.

JAK_9899[1]

           Mynd.Heimir og Pétur ánægðir með báða titlana og mega vera það.


Bloggfærslur 20. janúar 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband