Frábær byrjun

mynd-Evo 9Það er óhætt að segja að strákarnir hafi byrjað rallið gríðarlega vel í kvöld,á fyrstu sérleiðinni tóku þeir 8.besta tíman svo á annarri leið voru þeir með 16.besta tíman þrátt fyrir að bæta tíman um 2 sek frá fyrstu ferð en sama leiðin var ekin tvisvar í kvöld á malbiki.Danni er ekki vanur að keyra í rallýi á malbiki og því koma tímarnir soldið skemmtilega á óvart í kvöld en Daníel og Ísak eru bara að sýna hvað þeir eru gríðarlega öflugir og það verður virkilega gaman að fylgjast með þeim félögum á morgun og vonandi fylgja þeir eftir góðu gengi í kvöld,það er greinilegt að þeir eiga fína möguleika á að vinna EVO-Challenge keppnina í þessu ralli ef þeir halda rétt á spilunum og spennan verður óbærileg á morgun,ég verð nú bara sáttur ef þeir klára í topp 5 í Evo flokknum.Það er gaman að vita til þess að að þeir fá gríðarlegan stuðning hérna heima fyrir því mjög margir eru að fylgjast með þeim,þeir finna auðvita fyrir þessum stuðningi sem er mjög mikilvægt fyrir þá. hægt er að sjá sérleiðatíma beint  hér  http://www.rallyesunseeker.co.uk/PS_Results/000001/internet/raceclas.php    rallið byrjar kl.8:50 í fyrramálið. Ég sendi strákunum baráttukveðjur.

Mynd: www.hipporace.blog.is  .


mbl.is Daníel og Ísak gengur vel í Bretlandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 23. febrúar 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband