Loeb með forustu í Grikklandi
31.5.2008 | 17:20
Frakkinn Sebastien Loeb er með forustu í Acropolis rallinu í Grikklandi sem nú er í gangi en tveir dagar af þrem er lokið rallinu lýkur á morgun,Norðmaðurinn Petter Solberg er í öðru sæti og ekki nema 28 sekúndum á eftir Loeb,Subaru liðið er með nýjan bíl í þessari keppni sem er greinilega að koma mjög vel út en þessi bíll á að vera mun betri en sá gamli,ég er virkilega sáttur við stöðu mála þar sem ég er P.Solberg fan
,Henning Solberg bróðir Petters er í þriðja sæti í keppninni rúmum þrjátíu sekúndum á eftir bróðir sínum.
Á morgun verða eknar sjö sérleiðar og er lengsta leiðin 18 km en allar sérleiðarnar á morgun er um 100 km.
Mynd: www.rallye-info.com - Nýji bíllinn hjá Subaru.
Eru í 19.sæti eftir 3.sérleiðar
31.5.2008 | 12:36
Systkinin Daníel og Ásta eru í 19.sæti eftir 3.sérleiðar í Severn Valley rallinu í Wales,þau fengu 1:20 mín í refsingu á fyrstu leið en líklega verður sú refsingin fjærlægð og þá hoppa þau upp um 4.sæti,þau fara fljótlega inná 4.sérleiðina og má búast við tímum af þeirri leið rúmlega eitt,hægt að að fylgjast með tímunum hér www.tynecomp.co.uk/Results/MSA_gravel_08/severnvalley_08/1/stage/tindex.html .
Áfram Flóðhestar.