Góður sigur Hirvonen í Tyrklandi
15.6.2008 | 13:45
Finninn Mikko Hirvonen sem ekur Ford Focus sigraði í Tyrklandsrallinu sem lauk í morgun,liðsfélagi Hirvonen og landi hans Jari-Matti Latvala varð annar ekki nema 7,9 sekúndum á eftir fyrsta,heimsmeistarinn síðustu fjögur ár Sebastien Loeb lendi í þriðja sæti 25 sekúndum á eftir Hirvonen.
Nú er átta keppnum lokið til heimsmeistara og hefur Hirvonen endurheimt forustuna í stigakeppninni af Loeb og er Finninn nú með 59 stig,annar er Sebastien Loeb með 56 stig,Jari-Matti Latvala er þriðji með 34 stig.
Reykjanesrallið 2008 myndband
15.6.2008 | 01:15
Myndband frá Reykjanesrallinu sem var um síðustu helgi.Það var www.motorsportklippur.net sem tók þetta skemmtilega myndband saman.Njótið vel.
Næsta rall fer fram á Snæfellsnesi í byrjun júlí.