Fjórða rallý sumarsins um helgina

Marri - Snæfellsnes

Fjórða umferðin á Pirelli mótaröðinni í rallakstri fer fram um helgina í Skagafirði,rallað verður um Mælifellsdal og verða eknar tvær ferðir í hvora átt svo verður ein innanbæjarleið á Sauðárkróki.17.bílar eru skráðir til leiks og er það nokkuð svipað og í öðrum röllum sumarsins.

Rallið um helgina verður mjög spennandi og síst í ljósi stöðunar á Íslandsmótinu en hún jafnaðist nokkuð eftir síðasta rallý sem var á Snæfellsnesi.

Mín spá er að fjórar áhafnir muni slást um fyrstu fjögur sætin en hver vinnur veit ekki.

Siggi Bragi og Ísak þeir þekkja þessa leið mjög vel og einnig mun reynsla þeirra félaga vega þúnt þarna en þeir hafa einu sinni unnið fyrir norðan og það var í fyrra eftir að þeir fengu sigurinn á silfurfati,Þeir aka MMC Lancer Evo 7.

Jón og Borgar keyra mjög grimmt og eru einnig komnir með þó nokkra reynslu í fyrra voru þeir á öflugum Subaru fyrir norðan en voru soldið á eftir bestu tímunum,þeir eiga samt eftir að keyra hratt um helgina og munu ná góðum tímum og geta alveg unnið þetta rallý,þeir aka MMC Lancer Evo 7

Pétur og Heimir leiða Íslandsmótið eftir flottan akstur það sem af er sumri og eru félagarnir búnir að ná góðum tökum á bílnum,þeir kepptu fyrir norðan í fyrra en þá á 1600 corollu og náðu góðum tímum á henni,þeir verða hraðir um helgina og geta alveg unnið þetta rallý eins og hinar tvær áhafnirnar en þeir eru í þeirri stöðu að leiða Íslandsmótið með 6.stigum og verða því að vera skynsamir,Þeir aka MMC Lancer Evo 6.

Valdi og Ingi keyra rosalega vel og hafa staðið vel það sem af er sumri,þeirra bíll er ekki með eins góða fjöðrun og helstu keppendur þeirra og aflið í þeirra bíl er eins mikið og hjá hinum,þeir aka samt á svipuðum tímum og eru auðvita að taka meiri sénsa til að eiga möguleika á fyrsta sætinu,Valdi og Ingi get alveg unnið þetta rallý en þá þarf allt að gana upp hjá þeim,þeir aka Subaru Imprezu WRX.

Tímamaster rallsins er hér http://spreadsheets.google.com/pub?key=puuBqYPP8tmElv01KvlBaYg

Myndin með þessari grein tók Elvar snillingur af Marra og Ástu í síðasta ralli,hægt að skoða myndirnar hans hér www.flickr.com/elvarorn .


Bloggfærslur 22. júlí 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband