Mætum í Pirelli rallý Reykjavík

Eyjó & Dóri - 2007

Eins og flestir hafa væntanlega tekið eftir höfum við Eyjó ekkert verið með í rallinu í sumar en við ætlum samt að mæta í Pirelli Rallý Reykjavík núna í ágúst.

Eyjó hefur nýtt tíman vel í Noregi þar sem hann býr nú ásamt konu sinni og hann hefur endurbætt Subaru okkar mjög mikið og er hann nú loks að verða samkeppnishæfur þeim bílum sem eru í toppbaráttunni hér heima en hann var það ekki í fyrra.

Riger fjöðrun 

M.a. sem er búið að kaupa og setja í bílinn er Riger RCV fjöðrun 2007 árgerð,læsingu í kassann og nýjar felgur og eining er búið að létt bílinn um rúm 70kg.

Okkur hlakkar mikið til að mæta í rallý Reykjavík og erum byrjaðir að undirbúa okkar fyrir rallið,bíllinn kemur til landsins í næstu viku svo ég hef nokkra daga til að prufa áður en Eyjó kemurGrin.

það lítur út fyrir mjög góða þáttöku í rallinu og líklega verða í kringum 15 fjórhjóladrifsgræjur sem yrði met hér á landi.Eyjó og ég erum auðvita með okkar markmið fyrir þetta rall en það er ljóst að við erum ekki að mæta til að burra með.

Vídeó af mér og Eyjó síðan Suðurnesjarallinu í fyrra

 

Upplýsingar um Pirelli rallý Reykjavík www.rallyreykjavik.net .

Myndin af bílnum með þessari frétt er úr Rallý Reykjavík í fyrra og hana tók Elvar Snilingur og hægt að skoða myndirnar hans hér www.flickr.com/photos/elvarorn .


Bloggfærslur 1. ágúst 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband