Flottasta myndin árið 2008
13.1.2009 | 12:15
Jæja þá er könnuninni lokið sem ég setti af stað fyrir rúmum tveim vikum um flottustu rallý myndina árið 2008. Ég valdi 10 myndir sem MÉR fannst vera þær flottustu og ekki er hægt að kvarta yfir þátttökunni í könnuninni en 91 greiddu atkvæði.
Ekki munaði nema einu atkvæði á flottustu myndin og þeirri sem lenti í 2.sæti. Myndin af Pétri og Heimi á Stapanum(mynd 2) sigraði með 18,7% og voru 17 sem greiddu henni atkvæði og gaman að segja frá því að Pétur og Heimir unnu þessa keppni þar sem myndin er tekin, myndin af Danna og Ástu lenti í 2.sæti(mynd 5) en þau fengu 17,6% greidda atkvæða og eins og áður sagði gat munurinn ekki verið minni!.
Flottasta myndin árið 2008
Staður Stapinn - ökumenn Pétur og Heimir - Ljósmyndari Elvar(elvaro).
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)