Margir nýliðar mun líta dagsins ljós
2.5.2009 | 17:59
Fyrsta umferðin á Íslandsmótinu í rallakstri fer fram eftir tvær vikur, töluverðar breytingar verða á ökumönnum í rallinu í sumar eða kannski réttara sagt mikil nýliðun og eru flestir nýliðanna á eindrifsbílum og það kemur ekki á óvart að bílarnir í toppbaráttunni verða ekki eins margir og í fyrra.
Þegar þetta er skrifað lítur út fyrir að Jón Bjarni verði líklegastur til að hampa titlinum yfir heildina en hann mun aka sama bíl og í fyrra MMC Lancer Evo 7, það verða allavega tveir til þrír sambærilegir bílar og hans en spurning hvað ökumennirnir gera? en það er alveg ljóst að sumir sem óku í toppbaráttuni í fyrra eiga að geta ekið mun hraðar.
Í 1600 og 2000 flokki verður baráttan mikil og verður örugglega gaman að fylgjast með þessum tveim flokkum en bæði verða bílar sem ekki hafa sést lengi og töluvert af nýliðum í þessum flokkum, sögur herma að Gummi Snorri sé búin að laga Peugeot verulega til en hann varð Íslandsmeistari í jeppaflokki í fyrra og gaman verður að sjá hvað hann gerir á Peugeot en undirritaður var Íslandsmeistari í 2000 flokki árið 2004 með Hlöðveri á þessum bíl.
Gaman verður að sjá hvað Halldór Vilberg og Ragnar gera á KC - 868(TAKK corollan í fyrra) en þeir eru nýliðar og reynsla bílsins mun sennilega hjálpa þeim!:-). Bræðurnir Magnús og Bragi verða örugglega grimmir og verður gaman að fylgjast með þeim en Maggi er aðeins á 18 aldurs ári og í fyrra náði hann sér í góða reynslu og hraðinn hans kemur með hverri keppni. Júlli sem á Honduna góðu sem Steingrímur smíðaði er einn af þessum nýliðum sem verður gaman að horfa á í sumar en hjá honum eins og mörgum er þetta spurning um að safna flestum km!, svo verða fleiri ökumenn í þessum flokkum sem ég er alveg pottþétt að gleyma..
Um Jeppaflokkinn veit ég því miður lítið nema að Ásta mun mæta í einhverjar keppir.
Fréttir herma að Ásta mæti í fyrsta rallið á Bleika fagra bílnum sínum með nýjan aðstoðarökumann og hefur sú stelpa náð þeim árangri sem undirritaður hefur ekki náð en það er vinna rallkeppni, gaman verður að sjá hvað þessar sætu píur munu gera!!:-)..
P.S. Vonandi er einhver sem nennir að lesa þessa ritgerð hehe.
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 18:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)