HJ Rally Team keppir í Skagafirði

Jeep í skagafirði 2008

Við bræður höfum ákveðið að mæta á krókinn 25.júlí og mun Heimir sitja undir stýri Errm. Bíllinn sem við höfum fengið til þess að leika okkur þekkir vel til leiðanna fyrir norðan, ef minnið er ekki að fara með mig keppti þessi bíll í fyrsta skipti í skagafirði en það er sjálfsögðu verið að tala um hvalinn Jeep Cherokee og er Helgi svo góður að lána okkur gripinn.

Eina markmið okkar er að hafa gaman Smile og vonandi komast alla leið í endamark. Við munum keppa í jeppaflokki ásamt nokkrum öðrum áhöfnum þar á meðal Ásta og Tinna en þær leiða Íslandsmótið í jeppaflokki og hafa staðið sig mjög vel í sumar, eins og flestir vita er Tinna kærasta Heimis.

Eins og áður segir mun Heimir keyra og það kemur því í minn hlut að lesa leiðarnótur sem er bara gaman og sérstaklega á Mælifellsdal en ég geri ráð fyrir að hann verði keyrður. Þetta verður í sjöunda skipti sem ég(Dóri) keppi fyrir norðan.

Vonandi mæta margar áhafnir norður, Bílaklúbbur Skagafjarðar heldur uppá 20.ára afmæli sitt í ár. Fleiri fréttir af undirbúningi okkar kemur lok vikunnar eða strax eftir helgi.

Kveðja / HJ Rally Team.


Bloggfærslur 13. júlí 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband