Skemmtilegu Skagafjarðarralli lokið
27.7.2009 | 15:00
Jón Bjarni og Sæmundur sigruðu Skagafjarðarrallið sem lauk í fyrra dag eftir mikinn slag við Daníel og Þorgerði. 15.bílar kláruðu keppnina en 23 fóru af stað.
Eins og áður sagði var slagurinn um fyrsta sætið mikill og ekki munaði nema 1.sek á fyrsta og öðru sæti eftir 130 km akstur á sérleiðum, undiritaður man ekki eftir eins miklum slag í langan tíma um fyrsta sætið.
Sigurður Bragi og Ísak lentu í 3.sæti, þeir voru tveim mínútum á eftir fyrsta sæti. Þeir félagar leigðu bíl Péturs bakara Evo 6 í þessari keppni. Bræðurnir Fylkir og Elvar tóku 4.sæti, þeir bræður rétt skriðu í gengum endamarkið en kúplingin fór endanlega hjá þeim á síðustu leið, rallið hefði því ekki mátt vera lengra fyrir þá.
Bræðurnir Gummi og Hörður Darri lentu í 5.sæti og sigruðu jafnframt jeppaflokkinn. Þeir bræður óku mjög vel í þessari keppni og hraði þeirra hefur aukist töluvert. Nú er hlaupin mikinn spenna í jeppaflokkinn og þeir bræður eru ekki nema 6.stigum á eftir Ástu og Tinnu.
Ásta og Tinna lentu í 2.sæti í jeppaflokknum, þær stöllur hafa sett skemmtilegan svip á rallið í sumar og hraði þeirra jókst mikið í þessari keppni, kannski aðeins of mikið því á ferð tvö um Mælifellsdal en þær veltu bílnum í endamarkinu, bíllinn skemmdist ekki það mikið að þær gátu haldið áfram, auðvita var sjokkið töluvert fyrir þær. Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína og kláraðu keppnina með stakri snilld og enduðu 7.sæti og 2.sæti í jeppaflokki, uppskáru það svo að vera menn keppninnar.
Gunnar og Jóhann Hafsteinssynir sigruðu 2000 flokkinn og lentu 6.sæti í heildarkeppninni. Þeir bræður voru í forustu eftir fyrri daginn í 2000 flokknum en gáfu svo forustuna eftir fljótlega á degi tvö, þeir beittu svo bara smá leikaðferð á keppinauta sína og sigruðu flokkinn glæsilega.
Í 1600 flokknum voru það Halldór og Sigurður sem sigruðu, þeir hafa klárað allar keppnir sumarsins og mæta greinilega vel undir búnir fyrir hverja keppni, þeir félagar hafa nú gott forskot í 1600 flokki á Íslandsmótinu. Það er soltið skondið að skoða stöðuna á Íslandsmótinu í 1600 flokkunum því Örn (dali) er í 2.sæti þegar þremur keppnum er lokið.
Við bræður mættum í þessa keppni á Jeep Cherokee í jeppaflokk, Heimir hafði aldrei prófað að vera ökumaður og það var mikil spenna í okkar hópi fyrir þessari keppni. Við byrjuðum rallið vel og vorum í 12.sæti í heildarkeppninni og í 5.sæti í jeppa af sex bílum en aðeins munið 27.sek á öðru og fimmta sæti eftir fyrri daginn í jeppa.
Dagur tvö byrjaði ekki alveg nógu vel, eftir aðeins 3.km akstur á Mælafellsdal komu við yfir eina blindhæð og þar lentum við á risa grjóti!, sem einn keppandi hafði sett inná veginn, þrátt fyrir fína tilburði Heimis við að reyna forðast það að lenda á grjótinu tókst það ekki og við sprengdum hægra afturdekk, við skiptum um dekkið og töpuðum sirka 5.mínútum á þessu. Það gekk vel á næstu leið niður dalinn, þar náðum við 2.besta tíma í jeppaflokknum, áttum einnig 2.besta á leið 3 upp dalinn, svo besta tíman síðustu ferð niður dalinn. Við endum rallið í 10.sæti og 5.sæti í jeppaflokki. Heimir sýndi mjög góða akstur í þessari keppni og var undirritaður pínu hissa á góðum akstri litla mannsins.
Við þökkum Helga kærlega fyrir lánið á bílnum!. Einnig þökkum við öllum starfsmönnum og keppnisstjóra fyrir skemmtilegt rall, leiðarnar voru geggjaðar og þá sérstaklega Bakki - Ásgarður og þökkum auðvita öllum keppinautum fyrir góða keppni. EN fyrst og fremst þökkum við okkar frábæra servis fyrir alla hjálpina!. Steinari þökkum við þó sérstaklega því án hans hefðum við ekki farið í þessa keppni!, hann er klárlega með betri servis maönnum sem ég hef haft.
Myndir: Elvar snilli, þessi drengur mætti til að mynda föstudaginn, hann komst því miður ekki á laugardag, þar sem hann var í brúðkaupi á Laugarvatn. Ég sé engan annan ljósmyndara keyra rúmlega 700 km til að ná tveim leiðum. Takk takk Elvar.
Kveðja / Dóri
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 15:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)