Tveir mánuðir í Íslandsmót

elvaro 9301Ekki eru nema tveir mánuðir í að Íslandsmótið í rallakstri hefjist en fyrsta rallið verður 21 til 22 Maí.  Keppnin í ár verður mjög skemmtileg, eins og staðan er í dag munu töluvert af bílum keppa í sumar. 

Einn nýr flokkur mun lýta dagsins ljós, sá flokkur kallast 4x4 non turbo en þessi flokkur gæti orðið áhugaverður á næstu árum og nú strax í sumar.

Gengi N verður auðvita á sínum stað og munu þeir bílar slást um sigur í heildarkeppninni. Eitthvað af nýjum og glæsilegum bílum verða í þeim flokki í sumar, ásamt gömlu sem hafa farið í svokallað Makeover!.  Svo verður auðvita eindrifsflokkur og jeppaflokkur á sínum stað og þar er alltaf skemmtilegur slagur í gangi.

Fyrstu helgina í Maí mun fara fram Rallýbílasýning í Reykjavík en það verður auglýst nánar síðar.

Ef einhverjir rallarar hafa fréttir af sér eða öðrum af undirbúningi fyrir tímabilið meiga þeir senda mér á dorijons@gmail.com .

Mynd: MMC Evo 5 sem hefur nánast tekið þátt í öllum rallmótum frá árinu 1999, er nú í eigu Hilmars Þráinssonar sem er margfaldur Íslandsmeistari í ralli og rallýkrossi.


Bloggfærslur 21. mars 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband