Fyrsta rallkeppni ársins fer fram á morgun

elvaro 8934Fyrsta rall ársins fer fram á morgun og eru 16. áhafnir skráðar til leiks en þetta er liður í bikarmóti BÍKR og er þetta önnur umferð en fyrsta var ekin í haust.

 Þetta er góð upphitun fyrir ökumenn og bíla fyrir Íslandsmótið sem hefst um miðjan Maí.

Keppnin á morgun fer fram upp í Gufunesi og eknar verða 6 umferðir með viðsnúningi 3 í hvora átt. Fyrsti bíll er ræstur kl: 11:00 inná fyrstu leið en alls munu ökumennirnir aka 28 km.

 Nánari upplýsingar um keppnina hér http://www.lia.is/spjall/viewtopic.php?t=1425 og hér http://www.bikr.is .

Mynd: Páll Harðarson og Aðalsteinn Símonarson leiða bikarmót BÍKR.

Góða skemmtun og ÁFRAM rallý!!.


Fríið búið

Jæja núna er kallinn komnir úr góðu fríi um rallýskrif og eitthvað fer að gerast á þessari síðu. Ástæðan  er auðvita að fyrsta rallkeppni ársins fer fram á morgun og wrc er komið af stað líka

Ég mun halda þessari síðu gangandi í sumar en kannski ekki eins mikið og undanfarin þrjú tímabil en maður veit aldrei Smile.

Kveðja / Dóri.


Bloggfærslur 6. mars 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband