Jón Bjarni mætir á nýjum bíl með nýjan gamlan Cóara
27.4.2010 | 22:50
Jón Bjarni Hrólfsson sem er ríkjandi Íslandsmeistari mætir á nýjum bíl í sumar og einnig verður nýr gamall aðstoðarökumaður. Borgar Ólafsson verður í hægra sætinu aftur, Boggi keppti með Jóni 2006, 2007 og 2008.
Bíllinn sem þeir mæta á þekkir undirritaður ágætlega, þetta er bíllinn sem ég og Eyjó kepptum á sumarið 2007 og í Rallý Reykjavík 2008. Jón Bjarni keypti bílinn af Eyjó á dögunum og kom bíllinn til landsins fyrir nokkrum dögum. Bíllinn er af gerðinni Subaru Imprezu STi með 2,5 mótor.
Það verður gaman að sjá hvað þeir gera á þessum bíl en þeir óku samskonar bíl árið 2007 en í fyrra og hitti fyrra var Jón Bjarni á MMC Lancer Evo 7.
Íslandsmótið byrjar 21 Maí og stefnir í skemmtilegt rallý sumar. Haldin verður sprettur á laugardaginn kemur við Sundahöfn, einnig verður fjöldi sýningarviðburða settir upp í tengslum við keppnina
Fleiri fréttir af rallinu kemur inn á næstu dögum!.
Mynd: Bíllinn sem Jón Bjarni hefur fest kaup á.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Frábær árangur hjá Danna og Ástu!
27.4.2010 | 15:47
Systkinin Daníel og Ásta Sigurðarbörn hafa heldur betur staðið sig vel í Bresku meistarakeppninni á þessu ári. Þegar tveim mótum er lokið eru í þau í 2.sæti til meistara, hafa 26 stig en sá sem leiðir er Jonny Greer með 32 stig, frábær árangur hjá þeim en tveim mótum af sjö er nú lokið. Næsta keppni fer fram síðustu helgina í Maí í Skotlandi.
Í keppninni um helgina lendu þau í 4 sæti en liðsfélagi þeirra Gwyndaf Evans sigraði rallið en þau aka samskonar bílum.
Það er greinilegt að Danni er orðin með hröðustu mönnum í Breska rallinu og það er meira en að segja það . Þarna eru margir góðir ökumenn og ekki sjálfgefið að vera í þessari toppbaráttu sem Daníel og Ásta eru nú komin í af fullri alvöru :-).
Mynd: Danni og Ásta á ferð um helgina.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)