Alli og Heimir - ný heimasíða og nýr bíll !

front2v2.jpgX rallý keppnisliðið frumsýndi í morgun nýja bílinn sinn á nýju heimasíðunni sinni www.xrally.is .  Virkilega flott síða og bíllinn ekki síðri ! Smile.

Ökumenn bílsins eru Aðalsteinn og Heimir (bróðir) og það verður virkilega gaman að fylgjast með þessu liði í sumar.  Alli og Heimur byrjuðu að keppa saman í fyrra en þá var Aðalsteinn á sínu fyrsta ári í rallinu, Heimir á hinsvegar orðið langa sögu í rallinu þó ungur sé að árum og verið í fremstu röð síðustu ár og án efa einn besti aðstoðarökumaður landsins !.

Liðstjóri liðsins er enginn annar en Ísak Guðjónsson en hann er margreyndur úr rallinu og á að baki marga titla og sigra í rallakstri.  Aðrir menn í þjónustuliðinu hafa mikla reynslu úr mótorsporti og þá aðallega úr rallinu,  ökumenn bílsins þurfa því ekki að hafa áhyggjur af ástandi bílsins í sumar og keppnisplani því það kunna þessir menn !.

Bíllinn er ekki enn kominn til landsins en von er á honum á næstu dögum. Íslandsmótið byrjar 21 Maí.

Í fréttablaðinu í dag má sjá nánar um þetta lið og viðtal við Aðalstein og endilega að kíkja á þessa flottu síðu www.xrally.is .

Mynd: Bíllinn er ekkert slor !! :-).


Bloggfærslur 29. apríl 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband