Rallý á morgun
30.4.2010 | 12:28
Þriðja og síðasta umferð Bikarmótaraðar BÍKR fer fram á morgun laugardag. 18 bílar eru skráðir til leiks. Keppnin á morgun fer fram við Sundahöfn (bak við klepp) en búið er að útbúa flotta sérleið þar sem tveir bílar munu aka í einu.
Keppnin á morgun byrjar kl: 9:00 og henni lýkur um 18:00.
Eitthvað af bílum vantar í þessa keppni sem verða með á Íslandsmótinu í sumar en engu að síður verður fjöldi af öflugum og flottum græjum þarna, þar má helst nefna fyrrum Íslandsmeistara í rallakstri þá Sigurð Braga og Ísak Guðjónsson en þeir aka MMC Lancer Evo 7.
Mynd: Siggi og Ísak á ferð 2008.
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 12:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)