9 dagar - kynning áhöfnum
13.5.2010 | 23:55
Ekki eru nemar 9 dagar í að Íslandsmótið í rallakstri byrji og það lýtur út fyrir mjög skemmtilegt sumar. Hægt er að sjá upplýsingar um rallið inná www.bikr.is . Undirritaður verður á hliðarlínunni þetta sumarið og ætlar að reyna að vera öflugur á þessari síðu.
Ef fólki mislíkar það sem ég set fram á síðunni getur það haft samband við mig dorijons@gmail.com eða 899-4758, ég get örugglega ekki þóknast öllum en mun reyna. Ég skrifa það sem mér finnst um rallið ! .
Næstu daga ætla ég kynna þær áhafnir sem verða í toppbaráttunni í sumar. Ég mun birta tvær kynningar í hverri grein. Fyrstir sem verða kyntir til leiks eru Íslandsmeistararnir frá því í fyrra, þeir Jón Bjarni Hrólfsson og Borgar Ólafsson, reyndar var Jón með annan aðstoðarökumann í fyrra.
Þeir félagar munu aka Subaru Imprezu WRX STi með 2,5 mótor. Þeir óku samskonar bíl sumarið 2007 með fínum árangri. Eðlilega er mikil pressa á þeim enda báðir með mikla reynslu úr rallinu og þekkja það að vinna og ekki skemmir fyrir að Jón er hraður ökumaður. Bíllinn þeirra er vel samkeppnishæfur hinum í toppbaráttunni. Það má kannski segja að þeir séu eins og KR í fótboltanum ef þeir verða ekki meistarar þá yrði það skandall , það er samt ekkert unnið fyrir fram og þeir munu örugglega þurfa að hafa fyrir þessu
Næstir til leiks eru Hilmar B. Þráinsson og Stefán Þór Jónsson en þeir munu aka MMC Lancer Evo 5. Þessi bíll kom til landsins fyrir sirka 10 árum og hefur nánast tekið þátt í öllum röllum síðan. Hilmar tók bílinn allan í gegn í vetur og hefur hann aldrei litið eins vel út og hann gerir í dag(bíllinn sko
). Þeir félagar urðu Íslandsmeistarar í 2000 flokki í fyrra og lentu í 4 sæti á Íslandsmótinu yfir heildina, svo árangur þeirra í fyrra var mjög góður. Það verður virkilega gaman að fylgjast með þeim og Hilmar slæst alltaf um sigur í þeim flokkum sem hann keppir í og svo verður einnig í sumar.
Næstu kynningar á áhöfnum koma inn á morgun.
Myndir: Eftir af Jóni og Borgari 2007 á Sauðárkróki og sú neðri er af Hilmari í sprettinum á dögunum við Sundahöfn.
Íþróttir | Breytt 14.5.2010 kl. 10:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)