18 dagar í mót - Enn fjölgar bílum sem verða í toppbaráttunni
3.5.2010 | 18:50
Það verður heldur betur fróðlegt að fylgjast með toppbaráttunni í rallakstri í sumar því það fjölgar bílum í hverri viku nánast sem ætla að taka þátt
. Þessir bílar eru heldur ekki af verri gerðinni og allir stórglæsilegir !.
Marían Sigurðsson og Jón Þór Jónsson ætla að mæta á MMC Lancer Evo 8 í sumar og það verður gaman að fylgjast með þeim. Þeir óku MMC Lancer Evo 5 sumarið 2008 með góðum árangri, það er bíllinn sem Hilmar B Þráinsson á í dag.
Það verður gaman að fylgjast með rallinu í sumar og margir góðir ökumenn munu kljást á Íslenskum malarvegum. Ég óska Marra og Jónsa til hamingju með nýja bílinn sem er stórglæsilegur.
Mynd: Bíllinn hjá Marra og Jónsa á sýningunni um helgina.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)