Spenna og dramatík á síðasta degi í Rally Reykjavík !
14.8.2010 | 18:10
Það var heldur betur boðið uppá dramatík á síðasta degi í Rally Reykjavík sem lauk nú fyrir stundu. Pétur og Björn á MMC Lancer Evo 6 unnu dramatískan sigur og óska ég þeim innilega til hamingju. Þeir félagar voru í 3 sæti í morgun en skutust uppí það fyrsta á næst síðustu leið svo dramatíkin var í mikil á loka deginum.
Hilmar og Stefán sem aka MMC Lancer Evo 5 voru með forustan stóran part af rallinu. Á næstu síðustu leið fóru þeir félagar útaf og við það duttu þeir úr 1 sætið í það 6. Mjög svekkjandi fyrir þá en það hefði verið nóg fyrir þá að landa 3 sæti þá hefðu þeir leitt Íslandsmótið. Fyrir vikið eru Jón Bjarni og Borgar enn með forustuna í mótinu.
Daníel og Ásta á Subaru Imprezu Sti voru í 2 sæti í upphafi 3 dags og enduðu í því sæti að loknu rallinu. Það fór bensíndæla á næst síðustu leið hjá þeim, sem gerði það að virkum að þau urðu af sigri. Marian og Jón Þór skutust uppí 3 sæti við ófarir Hilmars og Stefáns. Þeir Marian og Jón aka MMC Lancer Evo 8 og óku af skynsemi í rallinu og uppskáru eftir því. Jóhannes og Björgvin aka enn einum Lancernum eða Evo 7. Þeir voru í miklum slag við þá Marian og Jón Þór allt rallið og enduðu í 4 sæti 19 sekúndum á eftir 3.
Hlöðver og Baldur sigruðu eindrifsflokkinn og eru komnir í vænlega stöðu í Íslandsmótinu í þeim flokki. Þeir enduðu í 8 sæti yfir heildina í þessari keppni.
Sighvatur og Andrés sigruðu jeppaflokkinn og enduðu í 7 sæti í heildarkeppninni. Baldur og Elías voru með forustu í jeppaflokki fyrir síðasta dag en veltu bifreið sinni á næst síðustu leið og féllu úr leik. Mjög svekkjandi fyrir þá félaga því þeir óku mjög vel stóran hluta af rallinu. Það er ekki oft sem fjórar veltur eru í einni og sömu keppninni eins og raunin varð í þessu ralli.
Núnar eru tvær umferðir eftir á Íslandsmótinu og fer næsta keppni fram á Snæfellsnesi eftir mánuð.
Myndir: www.geoffmayesmedia.com .
Video frá Elvari
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 18:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)