Íslandsmeistarinn 2006 og 2007 mætir í Rally Reykjavík
9.8.2010 | 10:23
Daníel og Ásta Sigurðarbörn mæta í Rally Reykjavík á öflugri Subaru Imprezu bifreið en þetta er bíllinn sem bræðurnir Fylkir og Elvar hafa ekið síðustu ár.
Þau systkini hafa keppt í Bresku meistarakeppninni á þessu ári með fínum árangri. Það verður virkilega gaman að sjá þau aftur á Íslenskum malarvegum. Eins og flestir vita voru þau Íslandsmeistarar 2006 og 2007. Þau verða því að teljast sigurstrangleg í þessu ralli.
Mynd: Bíllinn sem þau systkini mæta á.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)