27 dagar í fyrstu keppni!
21.4.2012 | 17:52
Áfram teljum við niður en aðeins 27 dagar eru í að ralltímabilið byrji. Flestar áhafnir eru á fullu þessa dagana að græja bíla sína fyrir átök sumarsins.
Baldur Hlöðversson og Hjalti Kristjánsson mæta til leiks á Subaru Imprezu í non turbo flokk og það verður gaman að fylgjast með þeim.
Baldur sagði við undirritðan að nú færi bleiki liturinn á blínum og verða gulur eins og alltaf hjá þeim! Komin er ný fjöðrun í bílinn að aftan og allt að gerast eins og hann orðið það. Um að gera fyrir fleiri keppendur að senda mér nokkrar línur og mynd og ég birti það hér á síðunni, sendið á dorijons@gmail.com .
Greinilega allt að gerast hjá Baldri og Hjalta
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 18:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fyrsta umferðin í Rallycrossi á morgun
21.4.2012 | 13:38
Fyrsta keppnin á þessu tímabili á Íslandsmótinu í Rallycrossi fer fram á morgun sunnudag við kapelluhraun í Hafnafirði. Keppnin byrjar kl: 13:00 en tímatökur byrja kl:11:00. Alls eru 24 keppendur með í fjórum flokkum.
Eins og lesendur hafa tekið eftir þá er síðan hjá mér komin í gang aftur og mun ég reyna vera lifandi hér í sumar. Rallið verður auðvita fyrirferðamikið en ég mun einnig fjalla um aðrar mótorsportgreinar.
Eitt gamall Rallycross video hér að neðan og minni á keppnin á morgun kl:13:00.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)