Þetta fer að bresta á!

550180_286146651477141_109076425850832_602690_2044234119_n.jpgJæja þetta fer að bresta á og ekki nema tæp vika í ræsingu í fyrstu umferðina af fimm á Íslandsmótinu í rallakstri. Það er BÍKR (www.bikr.is ) sem hefur veg og vanda að þessari keppni.

17 áhafnir eru skráðar til leiks þar af 8 non turbo bílar og verður gríðarlega gaman að fylgjast með þeirri baráttu í sumar.

Samt sem áður sakna maður bílanna í stóra flokknum, grubbu N, en það lítur út fyrir að einungis verði fimm áhafnir í sumar. Skora hér með á þá menn sem eiga nánast tilbúna bíla að skella sér í slaginn!

Um helgina fara áhafnirnar að skoða sérleiðarnar og búa til leiðarlýsingu sem ökmennirnar aka svo eftir. Flestar sérleiðarnar í rallinu verða í kringum Borgarfjörð. Nánari leiðarlýsing kemur í næstu viku.

Mynd: Bíll þeirra Guðmundar og Guðna sem lítur vægast sagt mjög vel út og hrós til þeirra fyrir fallegan bíl. Þeir félagar verða í toppbaráttunni í sumar. Guðmundur hefur töluverða reynslu sem ökumaður en Guðni sem er aðstoðarökumaður hans er nýr í þessu sporti.

Taka svo þátt í könnunni hér til vinstri á síðunni.


Bloggfærslur 10. maí 2012

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband