Hilmar byrjar titilvörnina á öruggum sigri

336Fyrsta rallkeppni sumarsins lauk í dag í Borgarnesi í blíðskaparveðri. 18 áhafnir mættu til leiks að þessu sinni og luku 12 þeirra keppni. Margt gladdi augað í þessari keppni og þá helst fjölgun nýliða sem er auðvita frábært mál.

En þá að keppninni sjálfri! Hilmar B Þráinsson Íslandsmeistari frá því í fyrra mætti til leiks með konu sinni Dagbjörtu Rún Guðmundsdóttur. Skemmst er frá því að segja að þau leiddu keppnina frá uppi og þurftu ekki að hafa mikið fyrir þessum sigri og byrjar því Hilmar titilvörnina á sigri.

Í 2. sæti voru Guðmundur Höskuldsson og Ólafur Ólafssson. Þeir aka í non turbo flokki og sigruðu flokkinn nokkuð örugglega með góðum akstri. Þeir verða að teljast stálheppnir að lenda svona ofarlega og sigra flokkinn þar sem þeir gerðu við bílinn sinn þar sem þjónustubann var og með réttu hefðu þeir átt að fá refsingu eða vera dæmdir úr leik fyrir það. Dómnefnd tók því miður ekki á þessu máli!.

Paul Williamson og Michael Troup frá Bretlandi óku vel og lentu í 3. sæti. Þeir óku rauða Tomcat jeppanum sem er í eigu McKinstry fjölskyldunnar.

561Félagarnir Bragi Þórðarson og Lejon Þór óku af mikilli snilld og uppskáru eftir því. Þeir lentu í 4. sæti í keppninni og í því 2. sæti non tubro flokki. Bragi er aðeins á 18 aldursári og er mjög efnilegur ökumaður og verður gaman að fylgjast með honum og Lejon í sumar.

Feðginin Sigurður Óli og Elsa Kristín lentu í 5. sæti. Ef minnið er ekki að fara með undirritaðan eru þau að hefja sitt sextánda tímabil saman. Það verður að teljast eftirtektavert!

Suðurnesjaraparið Henning Ólafsson og Árni Gunnlaugsson sigruðu eindrifsflokkinn með þónokkrum yfirburðum og lentu í 6. sæti í heildarkeppninni.  Í 7. sæti komu hinir Bretarnir í keppninni þeir Andrew Graham og Gavin Neate sem óku blá Tomcatinum.

Baldur Hlöðversson og Hjalti Kristjánsson sem aka í non turbo lentu í 3. sæti í sínum flokki og í því 8. yfir heildina. Baldur er einn af þessum efnilegu ökumönnum sem við eigum og verður betri með hverju rallinu. Sannarlega menn framtíðinnar þessir drengir.

9. sætið féll í skaut þeirra Baldurs Haraldssonar og Aðalsteins Símonarsonar. Þeir félagar lentu í 4. sæti í non turbo flokknum. Þeir töpuðum miklum tíma á fyrstu ferð um Hítardal þar sem þeir festu bíl sinn eftir að hafa lent utanvegar. Þeir vildu meina að leiðinni hafi verið breytt frá því við leiðarskoðun, en á þessum stað greindist vegurinn í tvennt. Mjög líklega hafa þeir nokkuð til síns máls EN aftur telur dómnefnd ekki ástæðu til að afskipta af þessu atviki.

Þórður Ingvarsson og Björn Ingi Björnsson lentu í 10. sæti og því 5. í non turbo. Í 11. sæti komu enn eitt nýliðaparið Smile  þeir Jóakim Páll Pálsson og Brynjar Ögmundsson og lentu þeir í 6. sæti í non turbo.

529.jpgPálmi Sævarsson og Guðmundur Páll lentu í síðasta sæti keppninnar eða í því 12. og í 2. sæti í eindrifsflokki. Þeir voru mjög grimmir og sýndu oft á tíðum fínan akstur. Helsta tímatap þeirra var á fyrstu ferð um Hítardal og á síðustu leið rallsins en þar töpuðum þeir miklum tíma vegna bilunar.

6 áhafnir féllu úr leik að þessu sinni sem verður teljast í meira lagi í 100 km ralli á sérleiðum.

Ehrally tók yfir 600 myndir í rallinu og verða flottustu myndirnar valdar og settar á síðuna á morgun eða mánudag.

Myndir: Efsta af sigurvegurunum - miðju mynd af Braga og Lejon -  neðsta mynd Pálmi og Guðmundur Páll.

Ehrally.blog.is þakkar keppendum og starfsfólki fyrir mjög skemmtilegt rall þar sem oft á tíðum sáust flott tilþrif.  Næsta keppni fer fram eftir þrjár vikur og verður haldin á suðurnesjum, en www.aifs.is heldur þá keppni.


Bloggfærslur 19. maí 2012

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband