Aðeins 13 áhafnir skráðar til leiks

421Miðsumars rally BÍKR fer fram næstkomandi föstudagskvöld og aðfara nótt laugardags og fer rallið að mestu fram á Kaldadal.

Aðeins 13 áhafnir mæta til leiks að þessu sinni sem er mjög döpur þáttaka. Hver ástæðan er fyrir því er ekki gott að segja. Í fyrstu tveimur keppnunum voru 18 og 17 áhafnir svo þetta er veruleg fækkun, ekki síst í ljósi þess að tvær áhafnir eru með núna sem ekki voru í fyrstu tveim keppnunum.

Undirritaður hefði viljað sjá aðrar leiðar í þessari keppni t.d. leiðarnar fyrir austan fjall þ.e. Dómadal og Tungná. 

Rásröð rallsins er að finna inná www.bikr.is . Af þessum 13 áhöfnum verða sex í non turbo flokki en hingað til í sumar hefur það verið fjölmennasti flokkurinn. Í jeppa og eindrifsflokki mætir aðeins ein áhöfn í hvorum flokki. Í stóra flokknum, grubbu N, eru aðeins fjórar áhafnir að þessu sinni. Gaman hefði verið að sjá menn eins og t.d. Jón Örn og Marian mæta til leiks, en nóg er til af bílum í grubbu N hér á landi.

Keppnisskoðun fer fram á fimmtudag kl. 18:00 en keppnisstjórn hefur enn ekki gefið út staðsetingu þrátt fyrir að aðeins rúmir tveir sólarhringar eru í skoðun.

Mynd: Þórður og Björn í fyrsta rallinu.


Bloggfærslur 25. júní 2012

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband