ehrally mætt uppá kaldadal - uppfært rallið búið
29.6.2012 | 22:45
Ehrally er mætt uppá kaldadal. Erum sirka inná miðri leið, fyrsti bíll ræsir eftir eftir 30mín. Ætla reyna vera með tíma á fyrstu bílunum.
Þið uppfærið með því að ýta á F5 takkann.
Eftir fyrstu serleið um kaldadal náðu eygjó og heimir besta tima 22:28 og tóku þeir 5 sek af sigga og ísaki sem voru 22:33 . 3 besta tima tóku hilmar og dagbjört 23:20. Þvi miður ekki með tima á fleiri keppendum en margir sýntu flottan akstur! . Gaman verður að sja framhaldið en þetta er mjog óvænt staða eftir fyrstu leið. Rallinu lauk nú fyrir stundu og náðu sigurður og ísak að sigra rallið. Í non turbo sigruðu baldur og aðalsteinn.
Umfjöllun um rallið kemur sirka um 18:00 í dag (laugardag)...
Íþróttir | Breytt 30.6.2012 kl. 13:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Miðsumars rally fer fram í kvöld og nótt
29.6.2012 | 13:50
Miðsumars rally BÍKR fer fram í kvöld og nótt. Fimm sérleiðir verða eknar og tvær þeirra eru um eina erfiðustu en jafnframt ein af skemmtilegustu leiðum um Kaldadal, sú leið er 39 km og reynir mikð á ökumenn og bíla.
Hvet áhugamenn um rally og annað mótorsport að gera sér ferð t.d. uppá Kaldadal í kvöld og horfa á skemmtilega rallýkeppni sem er í vændum!
13 áhafnir voru skráðar til leiks en því miður er ein áhöfn sem forfallast, það er þeir Jóhannes og Björgvin. Jóhannes hefur verið bakveikur undanfarin ár og er því miður ekki í standi til að aka að þessu sinni. Enda er kannski Kaldidalur ekki besta leiðin til að ralla fyrir menn sem eru bakveikir.
Fyrsta sérleiðin í kvöld liggur um Kaldadal og svo aka ökumennirnir nýja og skemmtilega leið um Surtshelli, sú leið er ekin fram og til baka. Sérleið 4 er Kaldidalur til baka, síðasta og fimmta sérleiðin er um Uxahryggi. Tímamaster keppninnar er að finna inná www.bikr.is . Vil benda fólki á að leiðin um Kaldadal lokar kl. 22:15 og fyrsti bíll ræsir klukkutíma seinna eða 23:15. Umfjöllun um rallið kemur um hadegisbilið á morgun.
Mynd: Hilmar og Dagbjört leiða Íslandsmótið með fullt hús stiga eftir tvær keppnir. Sigrar parið þriðja rallið í röð eða koma fyrrum Íslandmeistarar í veg fyrir það þeir Sigurður Bragi og Ísak ?.
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 13:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)