Íslandsmótið í ralli hálfnað

siggi_bragi_og_isak.jpgMiðsumars rally BÍKR lauk aðfaranótt laugardags en þetta var þriðja umferð Íslandsmótsins. Ennþá eru tvær keppnir eftir og 30 stig í pottinum þar sem síðasta keppni tímabilsins, Rally Reykjavík, gefur tvöfalt vægi.

12 áhafnir mættu til leiks að þessu sinni en 10 áhafnir luku keppni. Skemmst er frá því að segja að Sigurður Bragi og Ísak sigruðu rallið. Í öðru sæti lentu Hilmar Bragi og Dagbjört Rún en þau leiða Íslandsmótið. Guðmundur Snorri og Guðni lentu í þriðja sæti en þetta er fyrsta keppnin sem þeir klára á þessu tímabili. Vel gert hjá þeim félögum. 

Baldur Haralds og Aðalsteinn sigruðu non turbo flokkinn. Annað sætið féll í skaut þeirra Guðmundar og Witeks.  Baldur Hlöðvers og Hjalti Snær gerðu sér lítið fyrir og lentu í þriðja sæti. Baldur ók mjög vel alla keppnina og gaman er að sjá hvað hann bætir sig frá hverju ralli til annars! Einnig fá þeir félagar mikið hrós fyrir mjög snyrtilegan og flottan bíl. Baldur er aðeins á 18. aldurs ári og er sannarlega framtíðar ökumaður.

Þá að keppninni! Fyrsta sérleiðin var ekin um Kaldadal sem er 39 km. Eyjólfur Melsteð og Heimir Snær gerðu sér lítið fyrir og tóku besta tímann 22:28. Þeir félagar óku Jeep Cherokee og voru þeir einir í jeppaflokki að þessu sinni. Annan besta tímann tóku fyrrum Íslandsmeistarnir Sigurður Bragi og Ísak eða 22:33 en þeir félagar aka Lancer Evo 7. Það þarf ekki að fara mörgun orðum um hversu mikið öflugri bíll þeirra er í samanburði við bíl Eyjólfs og Heimis. Hilmar og Dagbjört tóku þriðja besta tíman 23:20 og þau aka eins bíl og títtnefndir Sigurður og Ísak.

Rally jeppiÍ non turbo flokki tóku Baldur Haralds og Aðalsteinn besta tíma í fyrstu ferð um Kaldadal eða 23:43. Bragi og Lejon sem hafa ekið afar vel í sumar sprengdu dekk í þessari ferð og töpuðu fjórum mínútum.

Sérleið 2 var um Surtshelli og tóku Hilmar og Dagbjört besta tíma 4:42. Eyjólfur og Heimir ásamt þeim Sigurði og Ísaki tóku sama tíma 4:46. Þessi leið var 6 km. Bragi og Lejon tóku besta tímann í non turbo eða 4:59.

Sérleið 3 var Surtshellir til baka. Þar náðu Sigurður og Ísak að taka besta tíman 4:31. Hilmar og Dagbjört voru fjórum sek á eftir besta tíma eða 4:35. Jeppa búðingurinn með þá Eyjólf og Heimi innanborðs náðu 4:37 og voru þeir með þriðja besta tímann. Aftur náðu Bragi og Lejon besta tíma í non turbo 4:47.

Sérleið 4 var Kaldidalur til baka. Fyrir þá leið munaði 1 sek á fyrsta og öðru sæti. Sigurður og Ísak með forustu á þá Eyjólf og Heimi. Besta tíma náðu forustusauðurnir með 22:22. Áfram héldu Eyjólfur og Heimir að koma all hressilega á óvart með tíman 22:37 og voru þá orðnir 16 sek á eftir 1. sæti þegar ein leið var eftir. Parið Hilmar og Dagbjört voru með þriðja besta tíma 23:10 sem verður að teljast slakur tími á svona bíl yfir þessa leið. Loksins náðu þeir Guðmundur og Witek besta tíma í non turbo, 23:46, en Guðmundur hefur ekið mjög vel í sumar.

Síðasta og 5. leiðin var um Uxahryggi. Þar réðustu úrslitin og því miður féllu tvær áhafnir úr leik á þeirri leið. Íslandsmeistarinn Hilmar með spússu sína sér við hlið tóku besta tímann 6:17. Vel gert hjá þeim. Sigurður og Ísak voru 8 sek á eftir með 6:25. Þriðja besta tíma náðu Guðmundur og Witek 6:44 og náðu þeir einnig besta tíma í non turbo flokknum.

baldur litli rallyÞær tvær áhafnir sem féllu úr leik voru Bragi og Lejon með brotinn dempara en þeir voru búnir að aka vel og er aðdáunarvert hvað Bragi er grimmur ökumaður. Þetta voru dýr stig fyrir Íslandsmótið sem þeir misstu af í non turbo flokki en þeir koma án efa tvíelfdir inní næsta rall.

Hin áhöfnin voru Eyjólfur og Heimir sem voru í baráttu um sigur allt rallið og voru í 2. sæti þegar þeir féllu úr leik eftir útafakstur með bæði afturdekkin spurningin og komnir á felguna báðum megin. Þeir voru 16 sek á eftir Sigurði og Ísaki fyrir þessa síðustu leið og ætluðu sér að reyna ná 1. sæti. Það á ekki að vera hægt ef maður ber bílana saman! En maður gefur svona ökumönnum STÓRT prik fyrir að reyna og frábær akstur þeirra alla keppnina lauk því miður svona. Svekkjandi fyrir þá, þar sem allt annað hafði gengið upp hjá þeim í keppninni.

Eins og áður hefur fram komið var það Bifreiðaíþróttaklúbbur Reykjavíkur sem hélt þessa keppni. Eins og svo oft áður má draga lærdóm af þessu ralli bæði hvað varðar rallið sjálft og aðdraganda þess. Undirrituðum finnst svolítið merkilegt að þetta er annað rallið sem þessi klúbbur heldur á þessu tímabili og bæði röllin hafa endað í Borgarnesi! Annað atriði varðar öruggi keppenda. Eftirfari sem ekur strax á eftir síðasta bíl var alltof seinn í hið minnsta á þremur leiðum. Á Kaldadal fyrstu ferð kom hann um sjö mínútum á eftir síðasta bíl. Þetta er alloft langur tími á milli. Á síðustu ferð um Uxahryggi fór hann af stað þegar það voru liðnar um 5 mínútur frá því að síðasti bíll lagði af stað! Verður það að teljast ámælisvert þar sem um er að ræða mikið öryggisatriði fyrir keppendur verði slys á leiðinni sem er betur fer mjög fátítt hér á landi.

Mjög gaman er að sjá þann fjölda heimsókna sem síðan fær á þessu keppnistímabili! Það er alveg ljóst miðað við fjölda heimsókna að rallið er vinsælt þó það skilir sér því miður einhverja hluta vegna ekki í miklum áhorfendafjölda á keppnunum sjálfum. Haldið áfram að vera duglega að heimasækja síðuna gott fólk Wink!

Lokastaðan í rallinu http://tryggvi.org/rallytimes/?RRComp=28&RRAction=4 .

Myndir: Efsta Sigurður og Ísak - Miðja Eyjólfur og Heimir - Neðsta Baldur og Hjalti. Ljósmyndari Sæmi (Gamli feiti bitri gaurinn) http://www.123.is/mr.boom/pictures/ .


Bloggfærslur 1. júlí 2012

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband