Dramatíkskur sigur Guðmundar og Ólafs í Skagafirði
28.7.2012 | 23:15
Fjórða umferð Íslandsmótsins í rallakstri lauk í Skagafirði í dag. 17 áhafnir hófu leik en aðeins 10 komust í endamark. Íslandsmótið opnaðist heldur betur uppá gátt eftir þessa keppni og ekki í fyrsta sinn sem það gerist í Skagafirði.
Guðmundur Höskuldsson og Ólafur Þór gerðu sér lítið fyrir og sigruðu rallið en kannski má segja að þeir hafi stolið sigrinum því þeir skutust uppí 1. sæti á næstsíðustu leið. Sigurður Bragi og Ísak voru í forustu allt rallið en á næstsíðustu leið féllu þeir úr keppni eftir að fimm felguboltar brotnuðu og dekkið undan og þeirra þátttöku lauk á leiðlegan hátt. Verulega svekkjandi fyrir þá félaga.
Eins og áður sagði voru það Guðmudur og Ólafur sem sigruðu og óskar Ehrally.blog.is þeim til hamingju með þeirra fyrsta sigur í heildakeppni í rallakstri. Þeir félagar óku mjög vel alla keppnina og tóku til að mynda frábæran tíma á Mælifellsdal niðureftir sem er 25 km leið. Þeir sigruðu líka non turbo flokkinn og leiða Íslandsmótið þar. Með sigrinum er Guðmundur komin í forustu í heildarkeppninni hjá ökumönnum en Ólafur er í 2. sæti þar en hann fór ekki með Guðmundi í þriðja rall sumarsins.
Baldur Haraldsson og Aðalsteinn Símonarson lentu í 2. sæti í heildarkeppninni og í non turbo. Baldur sem var á heimavelli í þessari keppni sýndi flottan akstur og eiga þeir félagar fína möguleika á að verða Íslandsmeistarar í sínum flokki. Ein keppni er eftir og gefur hún tvöfald vægi. Síðasta rallið er í september sem er Rally Reykjavík.
3. sæti féll í skaut þeirra Jóns Bjarna og Halldórs Vilbergs. Þeir voru 1 mín og 2 sekúndum á eftir 1. sæti. Jón hefur ekkert ekið í ár en hann er Íslandsmeistari 2009 og 2010. Þeir félagar óku Jeep Cherokee og sýndu þeir oft á tíðum flott tilþrif. Gaman væri að sjá þá mæta í Rally Reykjavík í haust en það stefnir í mikla þátttöku í jeppaflokki í því ralli.
Katarínus og Ívar Örn gerðu vel og lentu í 4. sæti á Mözdu en þetta er fyrsta keppni í ár sem þeir ná að klára. Þeir lentu janframt í 3. sæti í non turbo flokki. Heimamennirnir Þórður og Björn Ingi náðu 5. sæti og því 4. í non turbo flokki.
Parið sem leiddi Íslandsmótið fyrir þessa keppni, þau Hilmar B og Dagbjört Rún, féllu úr leik í gær en komu inní rallið í morgun. Þau náðu að klára en rétt misstu af stigasæti en aðeins vantaði eitt sæti uppá að þau fengju eitt stig.
Dagbjört leiðir reyndar Íslandsmótið hjá aðstoðarökumönnum með fjögra stiga forskot á Ólaf Þór en Hilmar er einu stigi á eftir Guðmundi hjá ökumönnum. Það er alveg ljóst að baráttan í síðasta rallinu verður gríðarleg. Gaman að baráttan um titilinn sé fram í síðustu keppni sem fer fram í september og er jafnframt stærsta keppni ársins.
Lokastöðuna í rallinu er að finna inná www.bks.is . Gaman væri að sjá sem flesta mæta í síðustu rallkeppni ársins því nóg er til að rallbílum hér á landi.
Myndir teknar úr fyrsta rallinu í vor af Ehrally.blog.is . Efsta mynd - Guðmudur og Ólafur - Miðju mynd Baldur Haralds og Aðalsteinn - Neðsta mynd Hilmar og Dagbjört.
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 23:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)