Tveir mánuðir í Íslandsmót

elvaro 9301Ekki eru nema tveir mánuðir í að Íslandsmótið í rallakstri hefjist en fyrsta rallið verður 21 til 22 Maí.  Keppnin í ár verður mjög skemmtileg, eins og staðan er í dag munu töluvert af bílum keppa í sumar. 

Einn nýr flokkur mun lýta dagsins ljós, sá flokkur kallast 4x4 non turbo en þessi flokkur gæti orðið áhugaverður á næstu árum og nú strax í sumar.

Gengi N verður auðvita á sínum stað og munu þeir bílar slást um sigur í heildarkeppninni. Eitthvað af nýjum og glæsilegum bílum verða í þeim flokki í sumar, ásamt gömlu sem hafa farið í svokallað Makeover!.  Svo verður auðvita eindrifsflokkur og jeppaflokkur á sínum stað og þar er alltaf skemmtilegur slagur í gangi.

Fyrstu helgina í Maí mun fara fram Rallýbílasýning í Reykjavík en það verður auglýst nánar síðar.

Ef einhverjir rallarar hafa fréttir af sér eða öðrum af undirbúningi fyrir tímabilið meiga þeir senda mér á dorijons@gmail.com .

Mynd: MMC Evo 5 sem hefur nánast tekið þátt í öllum rallmótum frá árinu 1999, er nú í eigu Hilmars Þráinssonar sem er margfaldur Íslandsmeistari í ralli og rallýkrossi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Raggi M

Veistu hverjir verða með í sumar ??
Verða þessi ekki allavegana með ??

Jóhannes V. Gunnarsson
Páll Harðarson
Fylkir A. Jónsson
Hilmar Bragi Þráinsson 
Aðalsteinn G. Jóhannsson 
Guðmundur Orri Mcinstry 
Hlöðver Baldursson 
Guðmundur Höskuldsson
Sighvatur Sigurðsson
Sigurður Óskar Sólmundarson
Ásta Sigurðardóttir
Sigurður Óli Gunnarsson
Halldór Vilberg Ómarsson 
Baldur Jerzorski Franzsen 

Raggi M, 22.3.2010 kl. 15:40

2 Smámynd: Heimir og Halldór Jónssynir

Sælir.

Verður ekki Jónbi í sumar?

Svo vantar á þennan góða lista hjá þér

Marra og Jónsa.

Steina Palla og ???

Gumma Snorra og ??.

Raggi og Steinar.

Heimir og Halldór Jónssynir, 22.3.2010 kl. 22:57

3 Smámynd: Raggi M

Jónbi verður væntanlega með en sjáum hvað tíminn leiðir í ljós.

á hvaða bíl verða Marri og Jónsi ?? veistu einhvað um það ?

Raggi M, 22.3.2010 kl. 23:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband