Bulldog rallið um helgina
23.3.2010 | 22:45
Tvær Íslenskar áhafnir taka þátt í Bulldog rallinu sem fram fer á laugardag og ekið verður í Norður - Wales.
Systkinin Daníel og Ásta Sigurðarbörn aka MMC Lancer Evo 10, hin Íslenska áhöfnin er Jóhannes Gunnarsson og Ísak Guðjónsson en þeir aka MMC Lancer Ev0 7.
Danni hefur keppt í mörgum mótum í Bretlandi með fínum árangri og er orðin stórt nafni í rallýheiminum í Bretlandi. Ásta og Ísak hafa oftast verið í hægra sætinu hjá honum þarna úti en Breskur aðstoðarökumaður hefur einnig verið í hægra sætinu hjá Danna.
Þetta er önnur keppnin hans Jóa í Bretlandi. Fyrsta mótið hans var fyrir mánuði síðan í Sunseeker rallinu, þar gekk honum mjög vel áður en hann keyrði útaf á síðustu leið rallsins. Það er dýrmætt fyrir Jóhannes að hafa Ísak sér við hlið, þar sem hann hefur áður keppt í þessu ralli, Jói var með Breskan aðstoðarökumann í Sunseeker.
Báðar áhafnirnar keppa í Evo Challenge mótaröðin sem er einnig hluti af bresku meistarakeppninni. Það verður virkilega gaman að fylgjast með okkar fólki á laugardag.
Heimsíða keppninnar er hér http://www.bulldog-rally.co.uk .
Myndir: Efri er af Jóa í Rallý Reykjavík 2009 og niðri er af bíl Danna í sama ralli.
Áfram Ísland!!.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.