Latvala leiðir eftir fyrsta dag
1.4.2010 | 17:40
Finninn Jari-Matti Latvala hefur forustu eftir fyrsta keppnisdaginn í Jordaníu rallinu. Latvala tók forustuna strax á 1 leið en á leið 3 missti hann hana til Dani Sordo. Á leið 4 var Latvala komin aftur í bílstjórasætið og er hann enn fyrstur þegar degi eitt er lokið af þrem.
Frakkinn Sebastien Ogier hefur ekið vel í dag og er í öðru sæti á eftir Finnanum. Það eru samt nokkrir ökumenn sem anda ofaní hálsmálið á Ogier því aðeins munar 14 sekúndum á örðu sæti og því sjötta. Það er skemmtilegur dagur í vændum á morgun og mikill slagur framundan í rallinu.
Alls hafa fjórir ökumenn sigrað sérleið í dag af þeim sjö sem eknar voru. Latvala vann þrjár, Norðmaðurinn Petter Solberg tvær, Dani Sordo vann eina og heimsmeistarinn Sebastien Lobe sigraði eina.
Fyrrum formúlu 1 heimsmeistarinn Finninn Kimi Raikkönen er í 10 sæti, besti árangur hans á sérleið í dag var 8 besti.
Mynd: Latvala á ferð í dag.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.