Heimsmeistarinn tekur forustuna
2.4.2010 | 13:30
Frakkinn Sebastian Loeb er komin með góða forustu eftir tvo keppnisdag af þrem í Jórdaníu rallinu. Loeb hóf daginn í 3 sæti. Hann hélt mikið aftur af sér í gær til að losna við lausamölina, það er ekki gott að vera fyrsti bíll þegar mölin er svona og líklega er best að vera þriðji eins og hann var í dag. Það sást líka vel á tímunum því Finninn Jari-Matti Latvala gaf mikið eftir en hann var fyrstur í morgun en er nú í 3 sæti og orðin 28 sekúndum á efir Frakkanum.
Loeb hefur ekið eins og sannur heimsmeistari í dag og er komin með 24 sekúndur í forskot, Loeb sigraði fjórar sérleiðar í dag af sex.
Sebastien Ogier landi Loeb er í 2 sæti og verður erfitt fyrir hann að ógna landa sínum, því það er engin betri en Loeb að halda forustu. Ogier náði tvisvar öðrum besta tíma á sérleið í dag og fjórum sinnum þriðja besta.
Norðmaðurinn Petter Solberg er í 4 sæti en hann vann tvær leiðar í dag, hann er 15 sekúndum á eftir Latvala sem er í 3 sæti. Finninn Kimi Raikkönen hefur ekið vel í dag en af skynsemi og er hann í 8 sæti, besti árangur hans á sérleið í dag var 6 besti.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.