Jón Bjarni mætir á nýjum bíl með nýjan gamlan Cóara
27.4.2010 | 22:50
Jón Bjarni Hrólfsson sem er ríkjandi Íslandsmeistari mætir á nýjum bíl í sumar og einnig verður nýr gamall aðstoðarökumaður. Borgar Ólafsson verður í hægra sætinu aftur, Boggi keppti með Jóni 2006, 2007 og 2008.
Bíllinn sem þeir mæta á þekkir undirritaður ágætlega, þetta er bíllinn sem ég og Eyjó kepptum á sumarið 2007 og í Rallý Reykjavík 2008. Jón Bjarni keypti bílinn af Eyjó á dögunum og kom bíllinn til landsins fyrir nokkrum dögum. Bíllinn er af gerðinni Subaru Imprezu STi með 2,5 mótor.
Það verður gaman að sjá hvað þeir gera á þessum bíl en þeir óku samskonar bíl árið 2007 en í fyrra og hitti fyrra var Jón Bjarni á MMC Lancer Evo 7.
Íslandsmótið byrjar 21 Maí og stefnir í skemmtilegt rallý sumar. Haldin verður sprettur á laugardaginn kemur við Sundahöfn, einnig verður fjöldi sýningarviðburða settir upp í tengslum við keppnina
Fleiri fréttir af rallinu kemur inn á næstu dögum!.
Mynd: Bíllinn sem Jón Bjarni hefur fest kaup á.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.