Alli og Heimir - ný heimasíða og nýr bíll !
29.4.2010 | 12:25
X rallý keppnisliðið frumsýndi í morgun nýja bílinn sinn á nýju heimasíðunni sinni www.xrally.is . Virkilega flott síða og bíllinn ekki síðri !
.
Ökumenn bílsins eru Aðalsteinn og Heimir (bróðir) og það verður virkilega gaman að fylgjast með þessu liði í sumar. Alli og Heimur byrjuðu að keppa saman í fyrra en þá var Aðalsteinn á sínu fyrsta ári í rallinu, Heimir á hinsvegar orðið langa sögu í rallinu þó ungur sé að árum og verið í fremstu röð síðustu ár og án efa einn besti aðstoðarökumaður landsins !.
Liðstjóri liðsins er enginn annar en Ísak Guðjónsson en hann er margreyndur úr rallinu og á að baki marga titla og sigra í rallakstri. Aðrir menn í þjónustuliðinu hafa mikla reynslu úr mótorsporti og þá aðallega úr rallinu, ökumenn bílsins þurfa því ekki að hafa áhyggjur af ástandi bílsins í sumar og keppnisplani því það kunna þessir menn !.
Bíllinn er ekki enn kominn til landsins en von er á honum á næstu dögum. Íslandsmótið byrjar 21 Maí.
Í fréttablaðinu í dag má sjá nánar um þetta lið og viðtal við Aðalstein og endilega að kíkja á þessa flottu síðu www.xrally.is .
Mynd: Bíllinn er ekkert slor !! :-).
Athugasemdir
flott grein að vanda hjá þér Dóri....
þetta er virkilega fallegur bíll hjá strákunum, og flott lið í heild sinni....
það hefur ekki verið svona flott team síðan Jópal var á sínum tíma...
nú er bara að sjá hvort ís-aksturinn skili sér í árangri...
ég persónulega held að Alli og Heimir verði skæðir í sumar.. ef þeir lenda ekki í bilunum...(sem allir geta lent í)
vonandi nær maður að keppa á móti þeim í sumar... það gæti verið gaman...
vantar SMÁ!!!! spons og coara.... veistu um eitthvern..?
hehe
petur s petursson (IP-tala skráð) 1.5.2010 kl. 01:04
Flottar greinar hjá þér Dóri, vel gerðar og áhugaverðar. Vonandi verður þú duglegur að henda inn greinum en ég hef því miður ekki tíma í þetta með öllu öðru þannig að ég treysti á þig....
Flottur bíll hjá Alla og Heimi og gaman að sjá hvernig sumarið fer.
kv. Steini Palli
Steini Pali (IP-tala skráð) 1.5.2010 kl. 15:00
Takk fyrir það Pétur
, já get alveg tekið undir það að þetta er með flottari bílum og liði sem hafa sést hér lengi EF þá einhvern tíman. Ég veit ekki um neitt góðan coara á lausu, ég verð á hliðarlínunni í sumar og sé um skrifin
.
Takk fyrir það Steini
. Ég mun reyna að vera duglegur og henda inn fréttum annað slagið af þessu frábæra sporti okkar
. Leiðinlegt að þú skulir ekki hafa tíma í þína síðu því það voru mjög góð skrif hjá þér.
Kveðja / Dóri
Heimir og Halldór Jónssynir, 2.5.2010 kl. 14:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.