Dramatík í wrc - Latvala stal sigrinum

latvala7.jpgFinninn Jari-Matti Latvala náði að landa sigri í Nýsjálenska rallinu sem lauk í nótt.  Latvala náði forustunni í lok síðustu sérleiðar, Frakkinn Sebastien Ogier var í forustu en hann fór útaf þegar lítið var eftir af síðustu leiðinni og datt við það niður í annað sætið.  Mjög sárt fyrir Frakkann unga en jafnframt mjög sætt fyrir Finnann ! Smile.

Sebastien Loeb lendi í þriðja sæti en hann var komin í fyrsta eftir 18 sérleiðar af 21, svo á 19 leið fór hann útaf og tapaði töluverðum tíma og við það datt hann niðrí fjórða sætið.  Óhapp Solbergs gerði það svo að það verkum að Loeb endaði í þriðja sæti

Petter Solberg var í forustu eftir 9 sérleiðar og í því þriðja fyrir síðustu leið.  Hann varð hinsvegar að hætta keppni á síðustu sérleið eftir að hafa keyrt útaf og gat ekki haldið áfram,  mjög dýr stig sem hann missti af þarna.

Það sem ótrúlegast er við sigur Latvala að hann sigraði ekki eina sérleið í rallinu en stendur eins og áður sagði uppi sem sigurvegari .

Mynd: Latvala vann dramatískan sigur í morgun.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband