Fyrsta ralli sumarsins lokið
24.5.2010 | 15:08
Fyrsta umferðin á Íslandsmótinu í rallakstri fór fram á laugardaginn var í nágrenni Þingvalla. 14 áhafnir hófu keppni en 10 luku leik. Rallið fór fram í blíðskapar veðri og töluvert af áhorfendum mættu á inná leiðarnar sem er ánægjulegt .
Slagurinn um fyrsta sætið var enginn nema á fyrstu leið. Pétur og Halldór tóku forustuna á leið 1 en urðu frá að hverfa á sérleið númer 2 með bilaðan mótor, eftir það voru Jón Bjarni og Borgar í fyrsta sætið og létu það sæti ekki af hendi það sem eftir lifði ralls þó þeim hafi verið ógnað á nokkrum leiðum. Hilmar og Sigurður gerðu vel og lentu í 2 sæti. Þeir náðu þrisvar sinnum 2 besta og keyrðu rallið öruggt. Flott hjá Himma að landa 2 sæti í sínu fyrstu keppni á alvöru bíl!.
Aðalsteinn og Heimir lendu í 3 sæti þrátt fyrir refsingar og smá bilanir sem komu upp. Þetta er frábær árangur hjá .þeim( www.xrally.is ). Þeir fengu bílinn ekki afhentan úr tolli fyrr en tveim dögum fyrir rall og náðu því ekkert að prufakeyra bílinn fyrir keppnina. Þeir sigruðu 5 sérleiðar af 12 og stungu þeir uppí ansi margar raddir því margir voru ekki búnir að spá þeim góðu gengi en það var nú öðru nær!.
Feðgarnir Hlöðver og Baldur óku mjög vel og lendu í 6 sæti þrátt fyrir að vera á 25 ára gamalli Corollu og aðeins með 1600 mótor. Þeir voru í miklum slaga við bræðurna Þorstein Pál og Ragnar sem óku nýjum bíl í rallinu en þeir aka í nýjum flokki sem heitir Non-turbo, sá flokkur verður áhugaverður en aðeins tveir bílar voru í flokknum í þessu ralli. Ásta og Eva voru hin áhöfnin í nýja flokknum og alltaf gaman að sjá Ástu þeytast um rallývegina. Eva var að taka þátt í sinni fyrstu rallkeppni. Þær lentu í 10 sæti í rallinu.
Aðeins voru tveir jeppar í þessu ralli en þessi flokkur var mjög fjölmennur í fyrra. Vonandi mæta fleiri í þennan flokk í sumar því þessi flokkur er mjög skemmtilegur og alltaf mikill slagur milli manna. Sighvatur og Andrés leiddu slaginn milli jeppanna en þeir luku leik leið 8 með bilaðan gírkassa. Baldur og Elísa unnu því flokkinn en Baldur er efnilegur ökumaður og verðum gaman að fylgjast með honum á næstu árum. Einar Sigurðsson og Símon Grétar Rúnarsson óku Audi Quattro en þeir urðu því miður frá að hverfa á sérleið 2 með bilaðan mótor, þeir tóku mjög góðan tíma á 1 leið og voru þar með 4 besta tímann. Þessir strákar eru nýliðar í rallinu og það verður greinilega gaman að fylgjast með í sumar.
Næsta rall fram á Suðurnesjum 11 og 12 júní og væntanlega koma upplýsingar um þið inná www.aifs.is , flott síða hjá þeim suðurnesjamönnum.
Hér eru flotta myndir sem Gulli Briem tók http://gullibriem.123.is/album/default.aspx?aid=179672
Lokaúrslit í rallinu.
1. 54:38 Jón Bjarni og Borgar - Subaru Impreza WRX STi
2. 56:52 Hilmar og Sigurður - MMC Lancer Evo 5
3. 57:41 Aðalsteinn og Heimir - MMC Lancer Evo X
4. 57:43 Marían og Jón Þór - MMC Lancer Evo 8
5. 57:49 Fylkir og Elvar - Subaru Impreza STi
6. 59:54 Hlöðver og Baldur - Toyota Corolla
7. 1:00:55 Þorsteinn Páll og Ragnar - Subaru Impreza
8. 1:01:45 Baldur og Elias - Jeep Grand Cherokee
9. 1:04:29 Sigurður Óli og Elsa Kristín - Toyota Celica
10. 1:07:48 Ásta og Eva - Subaru Impreza.
Myndir: Efri af Alla og Heimi á Uxahryggjum (ljósmyndari Gerða sæta). Neðri af Hlölla og Baldri í Rallý Reykjavík 2009(ljósmyndari Elvar snilli).
Athugasemdir
takk fyrir flottan pistil.... og takk fyrir að hafa raddað mér, með að koma með í þetta rall...geggjað gaman þessa stuttu stund sem við vorum inni....
en Himmi og Alli voru klárlega menn rallsins... Himmi með ekki eins öflugan bíl og margir aðrir en gerði góða hluti... Alli og Heimir höfðu áhyggjur af við myndum ná þeim á Lyngdalsheiði.... og báðu okkur um að taka auka mínótu á þá..... ALGJÖRLEGA ÓÞARFI (ekki útaf því að við duttum út) eingögnu vegna þess að þeir óku snildar vel allan daginn... til hamingju strákar...
Kveðja
Pétur
petur (IP-tala skráð) 24.5.2010 kl. 22:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.