Öruggur og góður akstur skilaði Danna og Ástu í 7 sæti
30.5.2010 | 22:03
3. umferðin af 6 í bresku meistarakeppninni fór fram um helgina. Daníel og Ásta Sigurðarbörn tóku þátt en keppnin fór fram í Skotlandi og ekið var malbiki. Alls óku þau rúmlega 200 km á sérleiðum. Það var auðvita ekki að spyrja að þeim systkinum að þau stóðu sig með stakri prýði og urðu landi og þjóð til mikils sóma eins og þeim er von og vísa! .
Þau keyrðu rallið af miklu öruggi en samt hratt því Danni er ekki þekktur fyrir það að dóla í rallakstri. Þau enduðu keppnina í 7 sæti sem er mjög góður árangur. Gwyndaf Evans liðsfélagi Danna og Ástu sigraði rallið en hann ekur samskonarbíl. Lið þeirra sem heitir JRM hefur forustu í liðakeppninni og eru Íslendingar stoltir að eiga stóran þátt í að liðið leiði stigakeppnina. Spennan hjá ökumönnum er geysilega hörð og ekki munar nema 9 stigum á 1 og 6 sæti eftir þrjár keppnir. Daníel og Ásta eru í 4 til 5 sæti með 38 stig.
Það er gleðilegt að segja frá því að þau systkini fengu verðlaun sem fólk rallsins efir keppnina í gær og óskar undirritaður þeim hjartanlega til hamingju með það . Næsta keppni fer fram 9 til 10 Júlí.
Mynd: Danni og Ásta á ferð um helgina, mynd fengi af láni af facebook hans Danna.
Athugasemdir
Mjög gaman að fylgjast með þeim systkinum og ekki síður gaman að fylgjast með þínum skrifum.
Sá þetta video áðan á facebook síðu Danna
http://www.facebook.com/#!/video/video.php?v=398577362524&ref=mf
Elvar Örn Reynisson, 31.5.2010 kl. 21:36
Já það er rétt Elvar það er gaman að fylgjast með þeim :). Takk fyrir það , vonandi hafa menn gaman að þessu. Þessar greinar koma sportinu meira á framfæri vonandi. Finnst vanta mikið svona síður um rallið!.
þetta video er snilld :-).
Heimir og Halldór Jónssynir, 1.6.2010 kl. 01:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.