Bestu tímar á sérleiðum til þessa

Mælifellsdalur - 4.ralliðEin keppni er búin á Íslandsmótinu í rallakstri og voru 12 sérleiðar eknar. Aðeins þrjár áhafnir sigruðu leiðarnar 12 og það kom undirrituðum pínu á óvart.

Pétur og Halldór á MMC Lancer Evo 6 sigruðu fyrstu leið Íslandsmótsins en síðan ekki söguna meir, því mótorinn gaf sig á í byrjun leiðar 2.  Eftir það skiptust Jón Bjarni og Borgar á Subaru Imprezu WRX STi og hinsvegar Aðalsteinn og Heimir á MMC Lancer Evo X um að sigra leiðarnar.

Hér að neðan má sjá tvo bestu tíma á hverri leið.

SS1 Hengill
1. 02:59 Pétur / Halldór
2. 03:01 Jón Bjarni / Borgar

SS 2 Lyngdalsheiði
1. 06:52 Jón Bjarni / Borgar
2. 07:21 Hilmar B / Sigurður Sören               2e8f375a-5350-4a27-b0c2-8cedd25e08a5

SS 3 Lyngdalsheiði
1. 07:07 Jón Bjarni / Borgar
2. 07:26 Fylkir / Elvar

SS 4 Bolabás

1. 03:07 Aðalsteinn / Heimir
2. 03:09 Jón Bjarni / Borgar

SS 5 Tröllháls
1. 04:05 Jón Bjarni / Borgar
2. 04:14 Aðalsteinn / Heimir

SS 6 Uxahryggir
1. 05:02 Aðalsteinn / Heimir
2. 05:05 Hilmar / Sigurður

SS 7 Uxahryggir
1. 04:37 Jón Bjarni / Borgar
2. 04:54 Aðalsteinn / Heimir

SS 8 Tröllháls
1. 04:08 Aðalsteinn / Heimir                             cdc396e1-2716-454e-aede-04fa5d893ce5
2. 04:13 Fylkir / Elvar

SS 9 Uxahryggir
1. 04:49 Jón Bjarni / Borgar
2. 04:52 Aðalsteinn / Heimir

SS 10 Uxahryggir
1. 04:48 Jón Bjarni / Borgar
2. 04:51 Aðalsteinn / Heimir

SS 11 Bolabás
1. 03:05 Aðalsteinn / Heimir
2. 03:07 Hilmar / Sigurður

SS 12 Hengill
1. 03:06 Aðalsteinn / Heimir
2. 03:15 Marían / Jón Þór

Jón Bjarni og Borgar 6 sérleiðasigrar og 2 annar besti.

Aðalsteinn og Heimir 5 sérleiðasigrar og 4 annar besti.

Pétur og Halldór einn sérleiðasigur og urðu svo frá að hverfa á leið 2.

Eins og sést á þessum tímum er ljóst að Jón Bjarni og Borgar og Aðalsteinn og Heimir hafa verið í töluverðum sérflokki í fyrsta rallinu. Nú er bara spurning hvað gerist á Suðurnesjum um næstu helgi, því það eru nokkrir bílar í viðbót sem eiga að ná betri tímum.  Upplýsingar um næsta rall inná www.aifs.is

Myndir: JAK, svo Sæmundur http://album.123.is/Default.aspx?aid=180095 .


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

flott grein (samantekt) hjá þér Dóri..

magnað að sjá hvað Alli og Heimir voru á flottum tímum, 5x besti tími og 4x annarbesti tími. 9 leiðar af 12. í topp 2... ekki slæmt það... til hamingju strákar með flottan bíl,servis og flottan akstur..

Kveðja

Pétur

petur (IP-tala skráð) 7.6.2010 kl. 00:30

2 identicon

Það þarf nú svo sem ekki að koma mikið á óvart að þessar þrjár áhafnir hafi verið að skiptast á að ná bestu tímum,þetta eru sennilega 3 sterkustu áhafnirnar í sumar,ég spái þeim öllum 3 sigri í sumar sitt á hvað.....

Þó verður stutt í jóa og Fylki þar á eftir,Ég Palli Harðar og Marri eigum samt eitthvað eftir að stríða þeim líka.......

Hilmar B Þráinsson (IP-tala skráð) 7.6.2010 kl. 09:51

3 identicon

Þetta er nú frábær árangur hjá Alla, hann tók þátt í sinni fyrstu keppni í fyrra og er að ná bestu tímum núna geri aðrir betur. Hann á svo bara eftir að bæta sig þegar líður á sumarið og ég sé hann jafnvel í fyrsta sæti eftir föstudaginn í suðurnesjarallinu, flott lið og gaman að fá svona menn í rallið. Svo eiga nú Himmi, Fylkir, Jói, Palli, Marri og Pétur eftir að vera þarna líka allavega verður þetta spennandi keppni næst

Sjáumst hress og kát á suðurnesjum

Borgar Ólafsson (IP-tala skráð) 7.6.2010 kl. 14:08

4 Smámynd: Heimir og Halldór Jónssynir

Sælir.

Takk fyrir það Pétur .

Það er hárrétt hjá þér Himmi að þessar áhafnir eru þær sterkustu í rallinu í dag, ég bjóst bara við Fylki og þér nær þessum mönnum en rauninn varð en það hlýtur að koma hjá ykkur. Það hafið bæði bíla og reynslu til til þess . Finnst þú nú gera lítið úr sjálfum þér að segjast ætla að stríða þeim , ég held að þú gerir  betur en það.

Rétt Boggi Alli er aðeins á sínu öðru ári í ralli og það vill kannski gleymast!. Vissulega er hann með besta og flottasta bílinn,  með góðan cóarann og frábært þjónustulið, en það er hann sem keyrir og er að gera það geysi vel! .  Tek undir með þér að þetta ætti að verða spennandi keppni.

Heimir og Halldór Jónssynir, 7.6.2010 kl. 18:23

5 identicon

Það er nú kannski ekki mikið að marka síðasta rall þar sem flestir voru í vandræðum,bæði ég og fylkir vorum í töluverðum afl vandræðum og ég þá sérstaklega á síðustu leið þar sem ég tapa hátt í hálfri mínútu bara þar.....

En það góða við það er að ég veit að ég á allavega alveg töluvert inni það er á hreinu þótt ég eigi kannski ekki alveg nógu mikið inni til að eiga í 3 öflugustu bílana og ökumennina,en það er klárt að ég verð skammt undan ef efstu menn klikka smá.....

Hilmar (IP-tala skráð) 7.6.2010 kl. 21:48

6 Smámynd: Elvar Örn Reynisson

flott grein hjá þér og gaman að lesa hógværð í keppendum hér að ofan :)

 hér er svo smá upphitun fyrir rallið

http://www.youtube.com/watch?v=8Fg0heENMAQ

Elvar Örn Reynisson, 7.6.2010 kl. 22:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband