Hilmar og Stefán hafa forustu eftir fyrsta dag

30233_1370414778895_1187516596_30970611_4257255_n.jpgHilmar og Stefán á MMC Lancer Evo 5 hafa forustu eftir fyrri dag í Suðurnesjarallinu. Þeir hafa ekið mjög vel og hratt.  Þessi akstur skilar þeim í fyrsta sæti eftir daginn, ekki er nema eina sekúndu í  Jón Bjarna og Borgar á Subaru Imprezu STi en Þeir hafa keyrt lista vel. petur

Þessir tveir bílar hafa ekið hraðast til þessa en Pétur og Björn á MMC Lancer Evo 6 voru einnig í slag en þeir urðu frá að hverfa á næst síðustu leið dagsins, eftir að hafa farið útaf.  Aðalsteinn og Heimir eru í 3 sæti 31 sekúndu á eftir Hilmari og Stefáni. alli Aðalsteinn og Heimir hafa verið í miklu basli með gírkassann allar leiðarnar en hann er að detta mikið úr gírum, engu að síður eru þeir í 3 sæti. Bræðurnir Fylkir og Elvar eru í 4 sæti 35 sekúndum á eftir fyrsta.  Þeir villtust á fyrstu leið og töpuðu tíma á því og verða væntanlega grimmir á morgun. fylkir

Í eindrifsflokknum hafa Óskar og Valtýr keyrt vel og er í forustu, þeir aka Peugeot 306 s16. Næstir á eftir þeim í flokknum eru feðgarnir Hlöðver og Baldur 25 sek á eftir Óskari og Valtý.

Kristinn og Gunnar leiða jeppaflokkinn með 20 sekúndur á næstu menn.32233_1370392898348_1187516596_30970542_2615344_n

Marian og Jón Þór voru mjög tæpir á að taka stóra krassið hér, en sem betur fer reddaðist það. Margir bílar voru MJÖG tæpir á þessu beina kafla sem var með kviltum í en þetta var leið um Ökugerði. Einar og

   Símon á    Audi Quattro S2 urðu frá að hverfa á síðustu leið kvöldsins en undirritaður veit því miður ekki hvað kom fyrir hjá þeim. Mjög leiðinlegt að missa þá út en þetta eru nýliðar sem eru að aka geysilega vel.      Stefnir í rosalega keppni á morgun um öll sæti Smile. Upplýsinar um tíma og annað inná www.aifs.is .

Myndir: Þórður Bragason.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband