Hilmar og Stefán hafa forustu eftir fyrsta dag
12.6.2010 | 02:32
Hilmar og Stefán á MMC Lancer Evo 5 hafa forustu eftir fyrri dag í Suðurnesjarallinu. Þeir hafa ekið mjög vel og hratt. Þessi akstur skilar þeim í fyrsta sæti eftir daginn, ekki er nema eina sekúndu í Jón Bjarna og Borgar á Subaru Imprezu STi en Þeir hafa keyrt lista vel.
Þessir tveir bílar hafa ekið hraðast til þessa en Pétur og Björn á MMC Lancer Evo 6 voru einnig í slag en þeir urðu frá að hverfa á næst síðustu leið dagsins, eftir að hafa farið útaf. Aðalsteinn og Heimir eru í 3 sæti 31 sekúndu á eftir Hilmari og Stefáni. Aðalsteinn og Heimir hafa verið í miklu basli með gírkassann allar leiðarnar en hann er að detta mikið úr gírum, engu að síður eru þeir í 3 sæti. Bræðurnir Fylkir og Elvar eru í 4 sæti 35 sekúndum á eftir fyrsta. Þeir villtust á fyrstu leið og töpuðu tíma á því og verða væntanlega grimmir á morgun.
Í eindrifsflokknum hafa Óskar og Valtýr keyrt vel og er í forustu, þeir aka Peugeot 306 s16. Næstir á eftir þeim í flokknum eru feðgarnir Hlöðver og Baldur 25 sek á eftir Óskari og Valtý.
Kristinn og Gunnar leiða jeppaflokkinn með 20 sekúndur á næstu menn.
Marian og Jón Þór voru mjög tæpir á að taka stóra krassið hér, en sem betur fer reddaðist það. Margir bílar voru MJÖG tæpir á þessu beina kafla sem var með kviltum í en þetta var leið um Ökugerði. Einar og
Símon á | Audi Quattro S2 urðu frá að hverfa á síðustu leið kvöldsins en undirritaður veit því miður ekki hvað kom fyrir hjá þeim. Mjög leiðinlegt að missa þá út en þetta eru nýliðar sem eru að aka geysilega vel. | Stefnir í rosalega keppni á morgun um öll sæti . Upplýsinar um tíma og annað inná www.aifs.is . |
Myndir: Þórður Bragason.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.