Rásröð og tímamaster

IMG 1170copyRásröð og tímamaster fyrir Skagafjarðarrallið er komið á netið. Hér er rásröð http://www.lia.is/spjall/viewtopic.php?t=1577  og tímamaster  http://www.lia.is/spjall/viewtopic.php?t=1576 .

17 bílar mæta til leiks nú og er það svipað og í öðrum röllum sumarsins, 8 grubbu N bílar mæta en þeir bílar slást um sigur í heildarkeppninni. Baráttan verður samt ekki minni í eindrifsflokki og hjá jeppunum og ánægjulegt að þar mæta 4 bílar til leiks núna.

Á morgun fer fram keppnisskoðun og þar er hægt að sjá þennan fríða flota, Skoðunin fer fram við Víkurhvarf 4 í kópavogi og hefst hún kl: 18:00 ( þetta er við hliðina á Víkurverk fyrir þá sem vita hvar það er).


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband