Íslandsmeistarinn 2006 og 2007 mætir í Rally Reykjavík

fylkirDaníel og Ásta Sigurðarbörn mæta í Rally Reykjavík á öflugri Subaru Imprezu bifreið en þetta er bíllinn sem bræðurnir Fylkir og Elvar hafa ekið síðustu ár.

Þau systkini hafa keppt í Bresku meistarakeppninni á þessu ári með fínum árangri. Það verður virkilega gaman að sjá þau aftur á Íslenskum malarvegum.  Eins og flestir vita voru þau Íslandsmeistarar 2006 og 2007. Þau verða því að teljast sigurstrangleg í þessu ralli.

Mynd: Bíllinn sem þau systkini mæta á.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það verður fróðlegt að sjá hvort Jónbi og Boggi eiga eitthvað í þau,ætti að vera nokkuð jafnt þar sem þetta eru nokkuð sambærilegir bílar......

Hilmar (IP-tala skráð) 9.8.2010 kl. 14:39

2 Smámynd: Heimir og Halldór Jónssynir

Já þetta verður svaka slagur milli þeirra og svo bætist Pétur og Bjössi við þann slag , þeir verða fljótir og kæmi mér ekki á óvart að þeir verði fyrstir eftir fyrsta dag.  Annars hafa Jónbi og Boggi örugglega ekki gleymd slagnum við Danni og Ástu í RR 2007 þar sem þau unnu með nokkrum sek. Þetta verður mjög skemmtilegt keppni :-).

Heimir og Halldór Jónssynir, 10.8.2010 kl. 00:22

3 identicon

það verður gaman að fylgjast með þessu rally en að mer skilst þá er bíllinn hans fylkis mikið kraftmeiri. svo ekki alveg sambærlegt 

Einar Atla (IP-tala skráð) 10.8.2010 kl. 12:44

4 identicon

Ég veit nú ekki hvað þessir Subaruar eru að skila en fylkis bíll er 2.0 en jónba 2.5,svo er það nú vitað að það er ekki endilega aflið sem skiptir máli og ég held að fjöðrunin hjá Jónba sé í töluvert betra standi enda lítið notuð.....

Hilmar (IP-tala skráð) 10.8.2010 kl. 12:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband