24 tímar í Rally Reykjavík
11.8.2010 | 16:54
Spennan er farin að magnast hjá keppendum, starfsfólki og áhorfendum fyrir Rally Reykjavík sem hefst á morgun kl 17:00 við Perluna. 18 áhafnir mæta til leiks og keppt er í nokkrum flokkum.
Rallið stendur yfir í 3 daga og keyra ökumennirnir 280 km á sérleiðum. Þótt ekki margar áhafnir séu með að þessu sinni, þá eru saman komnir bestu rallökumenn okkar í dag!, svo það verður enginn svikin af því að koma að horfa á skemmtilegasta mótorsport hér á landi. Upplýsingar um leiðir og annað inná www.rallyreykjavík.net .
Það eru margir sem gera tilkall til sigurs í rallinu, þar má helsta nefna Daníel og Ástu en þau eru fyrrum Íslandsmeistara, þau aka mjög öflugri Subaru bifreið. Jón Bjarni og Borgar sem aka einnig Subaru, þeir félagar leiða nú Íslandsmótið en ætla sér alveg örugglega sigur í erfiðasta ralli ársins. Pétur og Björn aka MMC Lancer eru einnig líklegir sigurvegarar en þeir eru í basli með bílinn og vonandi ná þeir að laga það fyrir morgundaginn.
Stutt á eftir þessum áhöfnum koma nokkrar áhafnir. M.a eru það Hilmar og Stefán á MMC Lancer og hinsvegar Aðalsteinn og Heimir einnig á MMC Lancer. Það má því ekkert útaf bera hjá þessum þrem sigurstranglegum áhöfnum sem ég nefni hér að ofan. Slagurinn í hinum flokkunum verður ekki síðri og í eindrifsflokki mun Bretinn Mick Jones með Ísak Guðjónsson sér við hlið vera ansi hraðir, þeir mæta á öflugum Ford Escort sem Mick ekur í Bretlandi. Svo verður mikill slagur milli Hlöðvers og Baldurs við þá Óskar og Valtý.
Ég mun henda inn fréttum af rallinu eftir hvern dag.
Góða skemmtun og ÁFRAM RALLÝ!!!.
Mynd: Aðalsteinn og Heimir í suðurnesjarallinu (heimsíða þeirra www.xrally.is )
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.