16 dagar í fyrstu keppni!

images_impreza_build_imprezaAðeins 16 dagar eru í að keppnistímabilið í rallakstri hefjist og eru flestar áhafnir á fullu þessa dagana að græja bíla sína fyrir átök sumarsins.

Skráning er hafin í fyrstu keppnina sem BÍKR heldur sem fer fram dagana 18 og 19 maí næstkomandi. Upplýsingar fyrir þá sem ætla taka þátt eru inná www.bikr.is .

Keppnin í sumar verður án efa hörð og skemmtileg. Eins og staðan er í dag lítur út fyrir að mesta þáttakan verði í non turbo flokki og það verður virkilega gaman að sjá baráttuna í þeim flokki í sumar. Nokkrir bílar hafa verið smíðaðir í vetur í þessum flokki og gætum við verið að sjá allt uppí 8 til 10 bíla mæta í sumar.

Því miður verður keppnin í stóra flokknum kannski ekki eins mikil og undanfarin ár en það er þó aldrei að vita og vonandi rætist úr því þegar nær dregur fyrstu keppni.

Mynd: Nýji bíll þeirra Þórðar og Björns Inga en þeir mæta til leiks í non turbo flokknum. Það verður að hrósa þeim félögum fyrir bílinn sem er geysilega fallegur og vel smíðaður! Þeir Þórður og Björn urðu Íslandsmeistarar með miklum yfirburðum í jeppaflokki í fyrra og það verður gaman að sjá hvað þeir gera í non turbo í sumar. Heimasíða þeirra félaga www.550.is

Um að gera fyrir keppendur að senda mér nokkrar línur um undirbúning og mynd og ég birti það hér á síðunni, sendið á dorijons@gmail.com .


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband