Skráning hafin í miðsumars rally

elvaro 0535Þriðja umferð Íslandsmótsins í rallakstri fer fram eftir 12 daga eða föstudagskvöldið 29. júní. Keyrt verður inní aðfaraðnótt laugardags og er áætlað að rallinu ljúki um kl: 4:00.

Hrós fá stjórnarmenn Bifreiðaíþróttaklúbbs Reykjavíkur(BÍKR), sem heldur þessa keppni, að hafa keppnina að nóttu til. Þó það sé ekki mikið myrkur á þessum árstíma þá eru til staðar ákveðin birtuskilyrði á þessum tíma sólahringsins sem reyna tölvuvert á samvinnu ökumanns og aðstoðarökumanns.

Undirritaður hefur tekið þátt í nokkrum næturröllum og þau voru öll mjög skemmtileg og eftirminnileg.

Dagskrá keppninnar er að finna inná www.bikr.is , þar kemur fram að leiðarlýsing og tímaáætlun verði birt næstkomandi föstudag.

Nokkrar áhafnir sem hafa ekki verið með í sumar mæta til leiks í þetta rall. Nöfn og bílar þeirra verða birt hér á síðunni á næstu dögum.

Mynd: Stuart og Ísak í RR 2009 á MMC lancer Evo X. Samskonar bíll er til hér á landi en hefur ekki keppt frá árinu 2010.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband